Dreymir þig um rómantískt ferðalag með ástinni? Þá ættu eftirfarandi sex áfangastaðir að hitta beint í mark, en þeir þykja hinir fullkomnu áfangastaðir fyrir pör í leit að rómantískum ævintýrum í sumar.
Á austurodda Dóminíska lýðveldisins finnur þú rómantísku paradísina Capa Cana. Þar finnur þú eina af bestu smábátahöfnum Karíbahafsins, töfrandi hvítar strendur auk glæsilegra og rómantískra hótela.
Í Karíbahafinu leynist St. Barts, lítil eldfjallaeyja sem er umkringd töfrandi sand- og kóralrifjum. Eyjan þykir einkar glæsileg enda státar hún af fallegum ströndum og miklum lúxus.
Nashville er höfuðborg Tennessee-fylkis í Bandaríkjunum og er næststærsta borg fylkisins. Borgin þykir hinn fullkomni áfangastaður fyrir pör í leit að skemmtun, enda býr hún yfir skemmtilegri menningu, endalaust af tónlist, góðum mat og flottum kokteilabörum.
Í norðausturhluta Karíbahafs finnur þú eyjaklasann Púertó Ríkó. Höfuðborgin, San Juan, þykir með rómantískari borgum heims þar sem fallegar og sögufrægar byggingar töfra fram notalega stemningu. Mikil náttúrufegurð einkennir einnig Púertó Ríkó.
Eyjar í Karíbahafinu virðast sérlega vinsælar meðal ástfanginna para, en Atigua er enn ein eyjan sem rómantíkin svífur yfir. Þar er mild hafgola, friðsælar hvítar strendur og lífleg kóralrif sem eiga ekki í erfiðleikum með að heilla ferðalanga upp úr skónum.
Hin geysivinsæla Miami í Flórída slær alltaf í gegn með sólríkum ströndum og seiðandi kokteilabörum. Þótt næturlífið sé fjörugt í borginni er vel hægt að finna rólegri og rómantískari staði sem bjóða upp á allt sem þarf í fríið með ástinni.