„Óttumst aldrei kosningar“

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er voða lítið að frétta fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn í fylg­is­könn­un­um,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, spurður út í þá staðreynd að Sam­fylk­ing­in mæl­ist með mest fylgi í fylg­is­könn­un­um í Silfr­inu í dag.

Hann sagði að fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins hafi verið svipað frá ár­inu 2009 og að flokk­ur­inn þyrfti vissu­lega að bæta við sig fylgi. 

Bjarni sagði það ekki koma hon­um á óvart að á tíma­bil­um nái stjórn­ar­andstaðan sér aðeins á strik í könn­un­um. 

Hann viður­kenndi að Sam­fylk­ing­in væri nú kom­in á skrið, „það er bara góður ár­ang­ur sem hún hef­ur náð í könn­un­um. Það er langt til kosn­inga. Við ótt­umst aldrei kosn­ing­ar.“

Skyn­sam­leg stjórn með Fram­sókn

Kristrún Frosta­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði í viðtali við Morg­un­blaðið í dag að hún vildi sjá mið-vinstri stjórn í land­inu.

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði að ef það ætti að vera skyn­sam­leg stjórn þá yrði Fram­sókn að vera þar á meðal og upp­skar hlát­ur. 

mbl.is