Segja TikTok-bannið skerða málfrelsi

Bannið er sagt skerða málfrelsi Montanabúa.
Bannið er sagt skerða málfrelsi Montanabúa. AFP/Nicolas Asfouri

Sam­fé­lags­miðill­inn TikT­ok hef­ur nú lagt fram kæru til þess að reyna að stöðva fyr­ir­hugað bann á notk­un miðils­ins í Mont­ana-ríki í Banda­ríkj­un­um. Ríkið var það fyrsta til þess að banna miðil­inn þann 17. maí síðastliðinn.

TikT­ok held­ur því fram að lög­gjöf­in nýja, sem myndi taka gildi á næsta ári, sé brot á stjórn­ar­skrár­vörðum rétti til mál­frels­is. Þá hef­ur miðill­inn óskað eft­ir því að banda­rísk­ur al­rík­is­dóm­stóll lýsi því yfir að lög­gjöf­in sé í and­stöðu við stjórn­ar­skrá Banda­ríkj­anna.

Það er þó ekki aðeins sam­fé­lags­miðill­inn sem hef­ur lagt fram kæru vegna lög­gjaf­ar­inn­ar held­ur einnig fimm íbú­ar Mont­ana-rík­is. Íbú­arn­ir slá all­ir í sama streng og TikT­ok og segja brjóta á rétti þeirra til mál­frels­is.

1,4 millj­ón­ir króna á dag

Sam­kvæmt nýju lög­gjöf­inni yrði það flokkað sem lög­brot í hvert sinn sem not­andi færi inn á TikT­ok, væri boðinn val­kost­ur­inn að niður­hala Tikt­ok eða fá aðgang að for­rit­inu. Hefði hvert brot í för með sér sekt upp á tíu þúsund doll­ara eða 1,4 millj­ón­ir króna fyr­ir hvern dag sem brot­in eru fram­kvæmd.   

Apple og Google munu þurfa að fjar­lægja for­ritið úr sín­um smá­for­rita­versl­un­um eða eiga mögu­lega yfir höfði sér dag­sekt­ir.

Rík­is­stjór­inn í Mont­ana, re­públi­kan­inn Greg Gi­an­forte sagði í til­kynn­ingu sinni á Twitter um nýju lög­gjöf­ina, að hann hefði með und­ir­rit­un­inni bannað „öll smá­for­rit sem bera per­sónu­upp­lýs­ing­ar eða gögn til er­lendra and­stæðinga“. Tikt­ok sé bara eitt af mörg­um for­rit­um sem lög­gjöf­in eigi við.

TikT­ok er í eigu kín­verska fyr­ir­tæk­is­ins ByteD­ance, en ásak­an­ir hafa verið uppi um að fyr­ir­tækið safni sam­an upp­lýs­ing­um um not­end­ur og komi þeim áfram til kín­verskra yf­ir­valda.

mbl.is