Alþjóðleg ráðstefna um rafmagnseld í skipum

Eldur um borð í skipum er með því hættulegasta sem …
Eldur um borð í skipum er með því hættulegasta sem getur átt sér stað á sjó. Alþjóðleg ráðstefna helguð þessari hættu fer fram á Grand hótel. Ljsómynd/Samgöngustofa

Sam­göngu­stofa stend­ur fyr­ir alþjóðlegri ráðstefnu á Grand hót­el í Reykja­vík í dag um hætt­una sem staf­ar af raf­magnseld­um um borð í skip­um. Ráðsten­f­an er sú fyrsta af þessu tagi og er til­gang­ur­inn sam­tal og sam­vinna um leiðir og lausn­ir til að tryggja ör­yggi um borð í skip­um og bát­um.

Þetta má lesa í til­kynn­ingu á vef Sam­göngu­stofu.

„Á und­an­förn­um árum hafa átt sér stað at­vik á sjó þar sem eld­ur hef­ur kviknað í raf­geym­um raf­knú­inna skipa og bif­reiða sem geymd eru um borð í ferj­um eða flutn­inga­skip­um. Slík­ur eld­ur lýt­ur öðrum lög­mál­um en al­mennt þekk­ist. Þetta kall­ar á nýj­ar áskor­an­ir og viðbrögð sem eru gjör­ólík­ar því sem fylg­ir hefðbundn­um bruna. Þess eru dæmi að slökkvistarf hafi tekið marga daga sök­um þess hve erfitt reyn­ist að ráða niður­lög­um slíkra elda,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Fylgj­ast má með ráðstefn­unni beint hér neðar í frétt­inni. Öll er­indi eru hald­in á ensku.

Und­ir­bún­ing­ur ráðstefn­unn­ar hef­ur verið í sam­vinnu við Sigl­inga­ör­ygg­is­stofn­un Evr­ópu (EMSA), Eim­skip, DNV, Slökkvilið Höfuðborg­ar­svæðis­ins, Slökkvilið Vest­manna­eyja, Slysa­varna­fé­lagið Lands­björg, Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un, Land­helg­is­gæslu Íslands, Smyr­il Line og fjölda annarra aðila á Íslandi.

mbl.is