Enn fjölgar mótframbjóðendum Trumps

Tim Scott sækist eftir tilnefningu Repúblikana.
Tim Scott sækist eftir tilnefningu Repúblikana. ALLISON JOYCE/Getty Images/AFP

Tim Scott, öld­unga­deild­arþingmaður Re­públi­kana frá Suður-Karólínu, hef­ur til­kynnt fram­boð sitt í for­vali Re­públi­kana um til­nefn­ingu til for­seta Banda­ríkj­anna. Hann er fimmti mót­fram­bjóðandi Don­alds Trumps, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seta.

Tim Scott gekk í öld­unga­deild­ina árið 2013 og var þá fyrsti svarti þingmaður öld­unga­deild­ar­inn­ar frá Suður­ríkj­un­um síðan árið 1881. Slag­orðið hjá Tim Scott á sín­um póli­tíska ferli hef­ur hingað til vakið mikla von og vin­sæld­ir en það hef­ur verið „From Cott­on to Congress“ eða laus­lega þýtt „Frá bóm­ull til þings“. Með því slag­orði er hann að vitna í það að forfeður hans voru þræl­ar en núna er hann þingmaður.

Kann­an­ir sína að Trump er með af­ger­andi for­skot á keppi­nauta sína í for­val­inu um til­nefn­ingu Re­públi­kana, en hann mæl­ist með 56,3% fylgi.  

Fylk­is­stjóri Flórída, Ron DeS­ant­is, mæl­ist með um það bil 20%. All­ir aðrir mæl­ast með inn­an við 6% fylgi.

Vert er að taka fram að Ron DeS­ant­is hef­ur ekki til­kynnt fram­boð þrátt fyr­ir sitt mikla fylgi. Þó herma heim­ild­ir Reu­ters að hann muni til­kynna fram­boð í þess­ari viku. 

mbl.is