Momoa mótfallinn hvalveiðum Íslendinga

Jason Momoa.
Jason Momoa. AFP

Hollywood-leik­ar­inn Ja­son Momoa hvet­ur fólk til þess að taka þátt und­ir­skrifta­söfn­un þar sem hval­veiðum Íslend­inga er mót­mælt.

Færsla hans hef­ur hlotið yfir 32 þúsund like á In­sta­gram.

Í und­ir­skrifta­söfn­un­inni, sem hófst hér á landi, eru ís­lensk stjórn­völd hvött til að aft­ur­kalla veiðileyfi Hvals hf.

„Þegar hval­veiðileyfi það sem gefið var út til Hvals ehf. 2009 er skoðað eru skýr skil­yrði um að fylgja þurfi lög­um og regl­um ella hafi ráðherra heim­ild til að aft­ur­kalla leyfið. Katrín Odds­dótt­ir lögmaður fer hér yfir þau ákvæði sem Hval­ur ehf. brýt­ur sam­kvæmt skýrslu MAST sem gef­ur ráðherra umboð til að aft­ur­kalla leyfið. Við skor­um á Svandísi Svavars­dótt­ur að aft­ur­kalla veiðileyfið hið snar­asta!” seg­ir í færsl­unni sem Momoa deil­ir á In­sta­gram.


 

mbl.is