Óvissa um framtíð hvalveiða

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að nú liggi fyrir betri gögn …
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að nú liggi fyrir betri gögn en áður um þessi mál og að umræða um hvalveiðar geti nú byggst á staðreyndum. Samsett mynd

Hval­veiðar við Íslands­strend­ur sam­ræm­ast ekki mark­miðum laga um dýra­vel­ferð. Þetta sagði Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra á opn­um fundi at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is um nýja eft­ir­lits­skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar (MAST) um vel­ferð hvala við veiðar á langreyðum á Íslandi 2022.

Á síðasta ári var sett reglu­gerð um eft­ir­lit um vel­ferð dýra við veiðar á hvöl­um. „Mark­mið þeirr­ar reglu­gerðar var að stuðla að því að við fengj­um nægi­leg­ar upp­lýs­ing­ar í gegn­um reglu­bundið eft­ir­lit í því skyni að stuðla að vel­ferð dýra við veiðar á hvöl­um þannig að veiðarn­ar valdi dýr­un­um sem minnst­um sárs­auka og af­líf­un­in taki sem skemmst­an tíma.“

Af­líf­un hluta hval­anna tók óá­sætt­an­lega lang­an tíma

Svandís seg­ir að nú liggi fyr­ir betri gögn en áður um þessi mál og að umræða um hval­veiðar geti nú byggst á staðreynd­um. Á grund­velli skýrsl­unn­ar sé það mat MAST að veiðarn­ar sam­ræm­ist ekki mark­miðum laga um dýra­vel­ferð. Hún seg­ir að MAST telji að af­líf­un hluta þeirra hvala sem veidd­ir eru taki óá­sætt­an­lega lang­an tíma. Mynd­bönd sem hafi verið birt op­in­ber­lega að und­an­förnu ásamt skýrslu stofn­un­ar­inn­ar séu slá­andi þar sem komi fram að dauðastríð hvala sem ekki drep­ist strax sé frá rúm­lega ell­efu mín­út­um og upp í tvær klukku­stund­ir. „Meiri­hluti dýr­anna sem eru veidd eru kven­dýr og þar á meðal mjólk­andi kýr,“ seg­ir Svandís og bend­ir að ell­efu kálf­full­ar kýr hafi verið veidd­ar á síðasta ári.

Matvælastofnun telur hvalveiðar ekki samræmast lögum um dýravelferð.
Mat­væla­stofn­un tel­ur hval­veiðar ekki sam­ræm­ast lög­um um dýra­vel­ferð. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Óvissa um að veiðar séu í sam­ræmi við gild­andi lög

Mat­vælaráðherra seg­ir að MAST hafi beint þeim spurn­ing­um til fagráðs um dýra­vel­vel­ferð hvort það sé hægt að stunda hval­veiðar á stór­hvel­um þannig að mark­mið laga um dýra­vel­ferð séu upp­fyllt. „Að dýr séu laus við þján­ingu í ljósi þess að þau séu skyni gædd­ar ver­ur.“

Svandís sagði á fund­in­um óvissu vera til staðar um hvort það sé yf­ir­höfuð hægt að stunda hval­veiðar við Ísland í sam­ræmi við þau gildi sem sam­fé­lagið hafi sett í lög­um um vel­ferð dýra. „Það er álita­efni,“ sagði hún og und­ir­strikaði að sam­bæri­leg óvissa eigi ekki við um nein­ar aðrar veiðar á Íslandi.

mbl.is