Uppþot á ársfundi Shell

Mótmælendur fyrir utan ársfund Shell.
Mótmælendur fyrir utan ársfund Shell. AFP

Um­hverf­is­sam­tök á  borð við Green­peace og fleiri fjöl­menntu fyr­ir utan árs­fund breska ork­uris­ans Shell í dag.

Meira en 100 mót­mæl­end­ur trufluðu fund­inn meðal ann­ars með framíköll­um við ræðu for­stjór­ans Wael Saw­an og reyndu sum­ir mót­mæl­enda að kom­ast á svið fund­ar­ins. Krafa mót­mæl­enda var að Shell gripi til rót­tæk­ari aðgerða til að berj­ast gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Marg­ir mót­mæl­end­ur voru í kjöl­farið fjar­lægðir af ör­ygg­is­vörðum.

Stjórn­ar­formaður Shell, Andrew Mackenzie, seg­ist treg­ur til þess að taka upp rót­tæk­ari stefnu í um­hverf­is­mál­um og taldi slíkt geta veikt stöðu fyr­ir­tæk­is­ins sem yrði til þess að Shell gæti síður gert heim­in­um gagn.

Af­koma Shell á síðasta árs­fjórðungi hef­ur styrkst og hef­ur sömu sögu verið að segja hjá öðrum ol­í­uris­um líkt og BP, Chevr­on og Exxon­Mobil. Hátt olíu­verð hef­ur skipt mestu í bættri af­komu.

mbl.is