Niðurstöður MAST um hvalveiðar sláandi

Stefán Vagn Stefánsson.
Stefán Vagn Stefánsson. mbl.is/Sigurður Bogi

Stefán Vagn Stef­áns­son, formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is, seg­ir niður­stöður nýrr­ar eft­ir­lits­skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um hval­veiðar á Íslandi vera slá­andi. At­vinnu­vega­nefnd lít­ur málið al­var­leg­um aug­um.

Fram kem­ur í skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar að hval­veiðar við Íslands­strend­ur sam­ræm­ast ekki mark­miðum laga um dýra­vel­ferð. Málið var til umræðu á nefnd­ar­fundi at­vinnu­vega­nefnd­ar í gær og var Svandís Svavars­dótt­ir gest­ur fund­ar­ins. 

Stefán seg­ir í sam­tali við mbl.is að fund­ur­inn í gær hafi verið gagn­leg­ur og at­vinnu­vega­nefnd muni fylgj­ast náið með þróun mála. „Ég held að flest­ir, ef ekki all­ir, nefnd­ar­menn hafi áhyggj­ur af þess­ari stöðu.“

Óvissa rík­ir nú um framtíð hval­veiða á Íslandi og ekki hef­ur verið tek­in ákvörðun um að gefa út ný hval­veiðileyfi fyr­ir næsta ár.

Stefán seg­ist ekki geta tjáð sig um næstu skref að svo stöddu. Bolt­inn sé hjá mat­vælaráðherra sem kallað hef­ur eft­ir frek­ari gögn­um um hval­veiðar á Íslandi, m.a. mat á efna­hags­leg­um áhrif­um ef veiðunum verður hætt. Þá eru einnig til skoðunar áhrif hval­veiða á lofts­lagið sem og á vist­kerfi lands­ins og ferðaþjón­ust­una.

Stefán seg­ist vænta þess að málið verði kynnt fyr­ir at­vinnu­vega­nefnd þegar frek­ari upp­lýs­ing­ar liggja fyr­ir.

Bú­ist þið allt eins við því að hætt verði við hval­veiðar?

„Það er ein sviðsmynd­in sem búið er að teikna upp. Hvort hún verði að veru­leika vit­um við ekki. En það er ótíma­bært að tala um að hætta við hval­veiðar þar til ákvörðun um það hef­ur verið tek­in.“

„Hins veg­ar get­um við ekki litið fram­hjá niður­stöðu skýrsl­unn­ar. Hún er mjög slá­andi,“ bæt­ir Stefán við. 

Hvalveiðar við Íslandsstrendur sam­ræm­ast ekki mark­miðum laga um dýra­vel­ferð, líkt …
Hval­veiðar við Íslands­strend­ur sam­ræm­ast ekki mark­miðum laga um dýra­vel­ferð, líkt og fram kem­ur í nýrri eft­ir­lits­skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar (MAST) um vel­ferð hvala við veiðar á langreyðum á Íslandi 2022. Morg­un­blaðið/Ó​mar
mbl.is