Sambúð í kortunum

Ron Hall og Lana Jenkins bíða spennt eftir því flytja …
Ron Hall og Lana Jenkins bíða spennt eftir því flytja inn saman. Samsett mynd/Skjáskot Instagram

Love Is­land-stjörn­urn­ar Ron Hall og Lana Jenk­ins búa sig nú und­ir að flytja inn sam­an. Parið hef­ur verið í fjar­sam­bandi síðan tök­um lauk á ní­undu þáttaröð raun­veru­leikaþátt­anna vin­sælu.

Eins og er býr Hall í Essex í suður­hluta Eng­lands og Jenk­ins í Manchester en þau hafa reynt að hitt­ast eins oft og þau geta. Að sögn heim­ild­ar­manns The Sun er parið þó farið að íhuga sam­búð. Hall vildi ekki segja til um hvenær þau myndu flytja inn sam­an en þau væru far­in að íhuga hvar þau ættu að kaupa sér íbúð. Hall seg­ir að þótt til­hugs­un­in um að fara frá fjöl­skyldu sinni og vin­um væri erfið þá myndi hann flytja til Manchester fyr­ir Jenk­ins.

Parið lenti í öðru sæti í ní­undu þáttaröðinni af Love Is­land, sem lauk í mars síðastliðnum. Parið stakk sam­an nefj­um strax á fyrsta töku­degi þátt­anna en þau þurftu þó sinn tíma til að kom­ast að því að þeim væri ætlað að vera sam­an. 

mbl.is