TikTok kyrkislangan ólögleg

Kyrkislangan í TikTok myndbandinu ólögleg.
Kyrkislangan í TikTok myndbandinu ólögleg. Samsett mynd

Mynd­band sam­fé­lags­miðla­stjörn­unn­ar Ólafs Jó­hanns Steins­son­ar af ís­lenskri kyrk­islöngu hef­ur vakið mikla at­hygli, en það að eiga kyrk­islöngu er ólög­legt á Íslandi. Frá 9. ára­tug síðustu ald­ar hef­ur ríkt bann við inn­flutn­ingi skriðdýra og bend­ir það til að slang­an í mynd­band­inu hafi verið flutt inn til lands­ins með ólög­mæt­um hætti, en eig­andi slöng­unn­ar kveðst hafa fengið hana á Face­book.

Bannið bygg­ist á al­var­leg­um sjúk­dómstil­fell­um af völd­um salmo­nellu­smits sem dýr af þessu tagi geta borið með sér. Sam­kvæmt vef Mat­væla­stofn­un­ar ber þess vegna að farga og eyða skriðdýr­um sem finn­ast á Íslandi af ör­ygg­is­ástæðum. Öðru hvoru vakn­ar umræða um hvort end­ur­skoða eigi bannið en á vef Mat­væla­stofnunar er greint frá því að eins og staðan er í dag væri óábyrgt að mæla með slík­um inn­flutn­ingi án und­an­geng­is áhættumats með til­liti til smits. 

Svona mál kærð til lög­reglu

Í sam­tali mbl.is við Þóru Jón­as­dótt­ur, sér­greina­dýra­lækni hjá Mat­væla­stofn­un, seg­ir hún að bannið bygg­ist ekki ein­göngu á áhættu á salmo­nellu­sýk­ingu, held­ur einnig bakt­erí­um, veir­um og sníkju­dýr­um sem geta borist milli skriðdýra og mann­fólks. Þar að auki tek­ur hún fram að bannið snúi líka að vel­ferð dýr­anna. Við vilj­um auðvitað, og erum stöðugt að benda á, að það verður líka að skoða vel­ferð þess­ara dýra  hvort hægt sé að tryggja að um­mönn­un og aðbúnaður þess­ara dýra séu ásætt­an­leg með til­liti til vel­ferðar þeirra,” seg­ir hún.

Þóra grein­ir frá  í mál­um sem þess­um sendi stofn­un­in kæru til lög­reglu sem tek­ur þá við rann­sókn mál­anna. Þóra gef­ur ekki upp hvort þetta til­tekna mál hafi komið upp á borð hjá stofn­un­inni en tek­ur þó fram ár­lega ber­ist um 10 ábend­ing­ar um mál þar sem grun­ur leik­ur á ólög­leg­um inn­flutn­ingi fram­andi dýra. Aðspurð hvort grípa skuli til aðgerða í þessu til­tekna máli seg­ir hún að málið fari bara í „þetta hefðbundna ferli sem svona mál fara í hjá okk­ur.“

mbl.is