126 afplánuðu ekki vegna fyrningar

Á síðasta áratugnum afplánuðu 126 fangar dóm ekki sinn vegna …
Á síðasta áratugnum afplánuðu 126 fangar dóm ekki sinn vegna fyrningar. mbl.is/Árni Sæberg

Alls 126 ein­stak­ling­ar sem dæmd­ir voru til fang­elsis­vist­ar á síðastliðnum fimm árum hófu aldrei afplán­un vegna fyrn­ing­ar refsi­dóms­ins.

Flest­ir, eða 61, höfðu verið dæmd­ir fyr­ir um­ferðarlaga­brot, 18 höfðu verið dæmd­ir vegna þjófnaðar, auðgun­ar­brota eða skjalafals, 27 vegna fíkni­efna­brota og fjór­ir vegna kyn­ferðis­brota. Þetta kem­ur fram í svari dóms­málaráðherra við fyr­ir­spurn frá Gísla Rafni Ólafs­syni

„Fang­els­is­mála­stofn­un bár­ust til fulln­ustu 2.572 óskil­orðsbundn­ar refs­ing­ar frá upp­hafi árs 2018 til loka árs 2022. Fulln­usta er haf­in eða lokið hvað varðar 71% þess­ara refs­inga. Aðrir hafa verið boðaðir í fang­elsi en hafa ekki hafið afplán­un eða eru að bíða eft­ir svari um fulln­ustu dóms með sam­fé­lagsþjón­ustu,“ seg­ir í svar­inu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: