15 sviptir veiðileyfi vegna brottkasts

Brottkast Alls hafa 15 verið sviptir veiðileyfi í atvinnuskyni vegna …
Brottkast Alls hafa 15 verið sviptir veiðileyfi í atvinnuskyni vegna brottkasts á fiskveiðiárinu. Þar af sex bátar og skip frá áramótum. mbl.is/RAX

Frá ára­mót­um hafa níu skip og bát­ar verið svipt veiðileyfi í at­vinnu­skyni, þar af sex vegna brott­kasts. At­hygli vek­ur að það eru jafn marg­ar leyf­is­svipt­ing­ar og allt árið 2022, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un Morg­un­blaðsins.

Það sem af er fisk­veiðiári hafa 18 skip og bát­ar verið svipt veiðileyfi í at­vinnu­skyni í sam­an­lagt 42 vik­ur. Þar af hafa 15 skip og bát­ar verið svipt veiðileyfi í 35 vik­ur vegna brott­kasts og er lengsta svipt­ing­in átta vik­ur.

DRónar Fiskistofu hafa staðið fjölda báta að brottkasti að undanförnu.
DRón­ar Fiski­stofu hafa staðið fjölda báta að brott­kasti að und­an­förnu. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Þrjár í maí

Þrjár veiðileyf­is­svipt­ing­ar hafa verið til­kynnt­ar í maí. Hef­ur Fiski­stofa birt ákvörðun um að svipta Karólínu ÞH-100 um leyfi í tvær vik­ur eft­ir að bát­ur­inn var staðin að brott­kasti á 75 fisk­um í nóv­em­ber 2021 og maí 2022.

Einnig hef­ur Hrönn NS-50 verið svipt veiðileyfi í eina viku vegna brott­kasts á 44 fisk­um þegar bát­ur­inn var á grá­sleppu­veiðum dag­ana 25. og 28. mars á síðasta ári.

Þriðja veiðileyf­is­svipt­ing­in snýr að Valþjófi ÍS-145 sem miss­ir leyfi til strand­veiða í sjö daga fyr­ir að hafa í fjög­ur skipti verið um 15 klukku­tíma á strand­veiðum á síðasta ári, en ekki er heim­ilt að vera leng­ur en 14 klukku­stund­ur höfn í höfn.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: