Bjóða almenningi að sjá nýsköpun í sjávarútvegi

Almenningi er boðið til sjávarklasans í dag.
Almenningi er boðið til sjávarklasans í dag. mbl.is/Ófeigur

Sjáv­ar­klas­inn býður al­menn­ingi að „sjá landsliðið í ný­sköp­un í sjáv­ar­út­vegi“ í húsa­kynn­um klas­ans að Grandag­arði 16 í dag. Um er að ræða sýn­ingu þar sem yfir 50 aðilar sýna afrakst­ur vinnu sinn­ar, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Hægt verður að kynn­ast starfi fjölda fólks sem meðal ann­ars gera kolla­gen úr fiski, veiðar með ljós­um, síld­ar­lýsi, sárameðferð með fiskroði, veiðitækni, raf­magns­báta, fiskleður, sigl­inga­kerfi, salt með bein­marn­ingi, þjálf­un­ar­hug­búnað fyr­ir fisk­vinnslu, fiskisnakk, fiski­drykki, líforku­ver, end­urunn­in fiskikör, snyrti­vör­ur úr skel og margt fleira.

Opið verður frá 14 til 18 í dag.

mbl.is