Útgerðir aldrei greitt meira í veiðigjöld

Nóg að gera á dekkinu á Bergi VE. Íslenskar útgerðir …
Nóg að gera á dekkinu á Bergi VE. Íslenskar útgerðir hafa aldrei greitt meira í veiðigjöld í marsmánuði. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Ragnar Waage Pálmason

Íslensk­ar út­gerðir greiddu 1.852 millj­ón­ir í veiðigjöld í mars síðastliðnum og er um met að ræða enda hafa út­gerðirn­ar aldrei greitt meira í veiðigjöld í ein­um mánuði frá því að gjaldið var tekið upp. Á síðasta ári greiddu út­gerðirn­ar 617 millj­ón­ir í veiðigjöld í mars og hef­ur fjár­hæðin sem greidd er því þre­fald­ast.

Fram kem­ur í grein­ingu Radars­ins að veiðigjald vegna loðnu í mars hafi veru­leg áhrif á heild­ar­upp­hæðina enda bætt­ist tölu­vert við loðnu­kvót­an seint í fe­brú­ar og var unnið hörðum hönd­um við að ná öll­um þeim afla sem heim­ild var fyr­ir.

Mynd/​Radar­inn

„Það tókst og lönduðu upp­sjáv­ar­skip­in sam­an­lagt 215 þúsund tonn­um af loðnu í mars. Fyr­ir hvert kíló af loðnu þarf að greiða 5,54 krón­ur í veiðigjald og nam því heild­ar­fjár­hæð veiðigjalds af loðnu­veiðum ríf­lega 1.191 millj­ón króna í mars. Þorskveiðar (401 millj­ón króna) skiluðu svo næst­hæstri fjár­hæð í veiðigjald í mars og svo ýsu­veiðar (121 millj­ón),“ seg­ir í grein­ing­unni og er vísað til ný­legra gagna frá Fiski­stofu.

Vert er að vekja at­hygli á að há gjöld á loðnu nú taka meðal ann­ars mið af af­komu og markaðsaðstaðna 2021 þegar lítið var veitt af loðnu og verð voru mjög há. Það ár voru þo eng­in veiðigjöld greidd af loðnu þar sem loðnu­brest­ur var viðmiðun­ar­árið 2019, ekk­ert veiðigjald var held­ur inn­heimt árið 2022 vegna loðnu­brests 2020.

3,6 millj­arðar í byrj­un árs

Á fyrsta árs­fjórðungi greiddu ís­lensk­ar út­gerðir 3.650 millj­ón­ir króna í veiðigjöld sem einnig er met. Fram kem­ur á Radarn­um að upp­hæðin er 150% meiri en greidd var á fyrsta árs­fjórðungi 2022.

„Mestu mun­ar um þær 1.805 millj­ón­ir sem upp­sjáv­ar­út­gerðir greiddu í veiðigjald af loðnu á fjórðungn­um. Þorskveiðar skiluðu næst­hæstri fjár­hæð í veiðigjald (1.180 millj­ón­um króna) á fjórðungn­um, sem er þó aðeins lægri fjár­hæð en í fyrra. Það má einkum rekja til þess að þorskafl­inn var um 10% minni á fyrsta fjórðungi í ár en á sama tíma­bili í fyrra. Á móti kem­ur að fjár­hæð veiðigjalds á hvert kíló á þorski er hærra í ár en í fyrra.“

Þá skilaði ýsa 339 millj­ón­um króna í veiðigjald á fyrsta árs­fjórðungi og er það tölu­vert hærri upp­hæð en á sama tíma­bili á síðasta ári. Ætla má að mik­il aukn­ing í lönduðum afla í sam­ræmi við mikla aukn­ingu í ýsu­kvóta hafi haft veru­leg áhrif í því sam­hengi. Kol­munna­veiðar skiluðu 195 millj­ón­um króna og er það fjórða mesta upp­hæðin. Teg­und­in skilaði eng­um tekj­um í rík­is­sjóð á tíma­bil­inu í fyrra þar sem upp­sjáv­ar­skip­in voru öll upp­tek­in við að sinna stærstu loðnu­vertíð í tvo ára­tugi.

Mynd/​Radar­inn

90% fá full­an af­slátt

Við út­reikn­inga á veiðigjöld­um er gef­inn 40% af­slátt­ur af fyrstu 7.867.192 krón­um sem greidd­ar eru á yf­ir­stand­andi ári og hef­ur verið veitt­ur 258 millj­óna króna af­slátt­ur á fyrsta árs­fjórðungi sem er 26 millj­ón­ir meira en á síðasta ári en tíu millj­ón­ir minna en árið 2021.

„Þessi af­slátt­ur kem­ur sér einkar vel fyr­ir smærri aðila, en á und­an­förn­um árum hef­ur um 90% af öll­um út­gerðum sem greitt hafa veiðigjald fengið full­an af­slátt af þeirri fjár­hæð sem þær greiða í veiðigjald. Áhrif af­slátt­ar­ins minnka eðli­lega eft­ir því sem aðilar greiða hærri fjár­hæð í veiðigjald,“ seg­ir í grein­ing­unni.

Mest í Fjarðabyggð

Útgerðir í Fjarðabyggð greiddu mest í veiðigjöld, alls 800 millj­ón­ir króna, og má rekja stærsta hluta upp­hæðinn­ar til loðnu­veiða. Á eft­ir Fjarðabyggð er Vest­manna­eyja­bær og greiddu út­gerðir í Eyj­um 767 millj­ón­ir í veiðigjöld á fyrsta árs­fjórðungi.

„Sveit­ar­fé­lög­in eru ólík þegar kem­ur að fisk­veiðum. Veiðar á upp­sjáv­ar­fiski eru ekki jafn dreifðar um landið og á botn­fiski. Þar hef­ur orðið meiri samþjöpp­un á afla­heim­ild­um, enda eru bæði afla­brögð og afurðaverð mun sveiflu­kennd­ari í upp­sjáv­ar­fiski en botn­fiski og rekst­ur­inn þar af leiðandi áhættu­sam­ari. Ný­leg­ur loðnu­brest­ur tvö ár í röð, það er árin 2019 og 2020, er ágætt dæmi um það. Þar skipt­ir ná­lægð við fiski­mið jafn­framt meira máli en ná­lægð við markaði, enda skipt­ir mestu að koma afla fersk­um úr sjó og í vinnslu í landi.“

mbl.is