Birta ábendingar almennings og sérfræðinga

Birtar hafa verið ábendingar almennings og sérfræðinga vegna verkefnisins Auðlindin …
Birtar hafa verið ábendingar almennings og sérfræðinga vegna verkefnisins Auðlindin okkar. mbl.is/Sigurður Bogi

Gerð hef­ur verið sam­an­tekt á ábend­ing­um al­menn­ings, sér­fræðinga og hagaðila sem leitað var til við und­ir­bún­ing sjáv­ar­út­vegs­stefnu í verk­efn­inu Auðlind­in okk­ar og hef­ur hún verið birt á vef stjórn­ar­ráðsins und­ir heit­inu Tæpitungu­laust.

Í sam­an­tekt­inni má finna ábend­ing­ar þeirra 132 sér­fræðinga sem sam­starfs­hóp­ar og sam­ráðsnefnd verk­efn­is­ins leituðu til sem og um­mæli fund­ar­gesta á sam­ræðufund­un­um á Ak­ur­eyri, Eskif­irði, Ísaf­irði, Reykja­vík og Vest­manna­eyj­um. Alls sóttu um 500 gest­ir sam­ræðufund­ina og fylgd­ust um 5.000 með þeim í streymi, að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni á vef stjórn­ar­ráðsins.

Þá má einnig lesa í sam­an­tekt­inni þær at­huga­semd­ir sem fram komu í sam­ráðsgátt stjórn­valda við bráðabirgðatil­lög­ur sam­ráðsnefnd­ar verk­efn­is­ins sem kynnt­ar voru í janú­ar auk skrif­legra svara úr spurn­inga­könn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar og ábend­inga sem bár­ust á net­fangið audlind­in­okk­ar@mar.is.

Gert er ráð fyr­ir að starfs­hóp­ar verk­efn­is­ins ljúki vinnu sinni á næst­unni og að end­an­leg­ar til­lög­ur verði kynnt­ar 6. júní. Þá er áætlað að lagt verði und­ir­bú­in frum­vörp sem lögð verða fram á vorþingi 2024.

mbl.is