Lögregla beitir táragasi á mótmælendur við aðalfund Total

Mótmælendur við aðalfund Total í París í dag.
Mótmælendur við aðalfund Total í París í dag. AFP

Lög­regla beitti tára­gasi á mót­mæl­end­ur við aðal­fund franska ork­uris­ans Tota­lEnergies í Par­ís í dag. Fyr­ir­tæk­inu þykir ganga hægt að skipta yfir í end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa og kem­ur sú gagn­rýni ekki bara frá aðgerðasinn­um held­ur einnig frönsk­um stjórn­völd­um.

Mót­mæl­in í Par­ís í dag koma í kjöl­farið á aðgerðum við aðal­fundi annarra stór­fyr­ir­tækja í Evr­ópu þar sem þrýst er á að þau dragi úr kol­efn­is­fót­spori sínu.

For­stjóri Tota­lEngergies, Pat­rick Pouy­anne, sagðist harma að þurft hafi að grípa til svo rót­tækra aðgerða gegn mót­mæl­end­um. Lög­regl­an beitti tára­gasi eft­ir að mót­mæl­end­ur höfðu ít­rekað hunsað fyr­ir­mæli henn­ar um að rýma svæðið og hand­tók hún fimm þeirra.

Sam­bæri­leg mót­mæli áttu sér stað á árs­fundi síðasta árs, sem varð til þess að sum­ir hlut­haf­ar gátu ekki sótt fund­inn. Orku­fyr­ir­tæki hafa hagn­ast stór­lega eft­ir inn­rás Rússa í Úkraínu og þess orku­skorts sem skapaðist í kjöl­farið.

mbl.is