Markmiðið að vera með varðskip báðum megin

Undirritunin fór fram í dag.
Undirritunin fór fram í dag. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Vilja­yf­ir­lýs­ing vegna framtíðaraðstöðu fyr­ir skipa­út­gerð Land­helg­is­gæsl­unn­ar í Reykja­nes­höfn hef­ur verið und­ir­rituð. Reykja­nes­höfn er tal­in vel staðsett vegna stuttr­ar fjar­lægðar frá aðstöðu LHG á Kefla­vík­ur­flug­velli og höfuðborg­ar­svæðinu.

Vilja­yf­ir­lýs­ing­in var und­ir­rituð af Jóni Gunn­ars­syni dóms­málaráðherra, Kjart­ani Má Kjart­ans­syni, bæj­ar­stjóra Reykja­nes­bæj­ar, Auðuni F. Krist­ins­syni, fram­kvæmda­stjóra aðgerðasviðs Land­helg­is­gæsl­unn­ar og Hall­dóri K. Her­manns­syni, hafn­ar­stjóra Reykja­nes­hafn­ar.

„Áformin lúta að gerð lang­tíma­leigu­samn­ings um viðlegukant, auk nauðsyn­legr­ar aðstöðu fyr­ir þau tæki og búnað sem til­heyra rekstr­in­um, auk veituþjón­ustu. Mark­miðið er að heima­höfn viðkom­andi skipa yrði Reykja­nes­höfn og að starf­semi tengd rekstri þeirra fær­ist að veru­legu leyti þangað,“ seg­ir á vef Stjórn­ar­ráðsins um málið.

Þessi áætl­un hagg­ar ekki út­gerð varðskips­ins Freyju frá Norður­landi. 

Vinna að upp­bygg­ingu haldi áfram 

Þeir sem komi að vilja­yf­ir­lýs­ing­unni lýsi því yfir með henni að þeir séu reiðubún­ir til þess að vinna áfram að því að fyrr­nefnd upp­bygg­ing verði að veru­leika í sam­ræmi við of­an­greind­ar áhersl­ur.

Í sam­tali við mbl.is í dag sagði dóms­málaráðherra und­ir­bún­ings­vinnu til þess að tryggja varðskip­inu Þór heim­il­is­festi á Suður­nesj­um hafa staðið yfir síðan á síðasta ári.

„Það verður nær opnu hafsvæði og eft­ir að varðskipið Freyja var sett á Siglu­fjörð var mark­miðið að vera með varðskip­in sitt hvor­um meg­in á land­inu. Þetta er tal­in mjög heppi­leg og góð staðsetn­ing í því sam­bandi,“ sagði ráðherra.

mbl.is