Trúlofaðir í annað sinn

Leikaraparið Ben Platt og Noah Egidi Galvin trúlofuðu sig í …
Leikaraparið Ben Platt og Noah Egidi Galvin trúlofuðu sig í annað sinn um helgina. Samsett mynd

Broadway-leik­ar­inn Ben Platt er trú­lofaður Noah Eg­idi Gal­vin sem er hvað þekkt­ast­ur fyr­ir leik sinn í þátt­un­um The Good Doctor.

Platt skaust upp á stjörnu­him­in­inn eft­ir að hann lék titil­hlut­verkið í söng­leikn­um Dear Evan Han­sen og kynnt­ist parið þegar Gal­vin var feng­inn til þess að taka við hlut­verk­inu af Platt. 

Þetta er önn­ur trú­lof­un pars­ins en Platt bað Gal­vin í nóv­em­ber á síðasta ári og birti í kjöl­farið fal­lega færslu á In­sta­gram og skrifaði: „Hann hef­ur samþykkt að hanga sam­an að ei­lífu.“

Í þetta sinn var komið að Gal­vin að biðja Platt og hafa þeir nú báðir sett upp hringa og deildi Platt gleðifrétt­un­um enn á ný á In­sta­gram og sagði "Hann bað mín til baka, ég sagði, já.“

View this post on In­sta­gram

A post shared by Ben Platt (@bensplatt)

mbl.is