Helstu partíborgir Evrópu

Víða um Evrópu er hægt að upplifa gott næturlíf.
Víða um Evrópu er hægt að upplifa gott næturlíf. Unsplash/Antoine J

Evr­ópa sam­an­stend­ur af göml­um þjóðum með lang­ar hefðir, þar á meðal hefðir þegar kem­ur að því að skemmta sér. Marg­ar evr­ópsk­ar borg­ir búa ekki bara yfir raf­mögnuðu næt­ur­lífi, held­ur er par­tí­menn­ing þeirra svo sterk að þær eru orðnar heims­fræg­ar fyr­ir þau æv­in­týri næt­ur­inn­ar sem ferðamenn geta upp­lifað þar.

Í til­efni hins dans­andi Bakkus­ar tók Explore sam­an lista yfir helstu par­tí­borg­ir Evr­ópu.

Ibiza, Spáni

Ef þú vilt að bæj­ar­ferðin þín ein­kenn­ist af næt­ur­klúbb­um og hou­se-tónlist er Ibiza hinn full­komni staður. Þessi spænska eyja í Miðjarðar­haf­inu er þekkt fyr­ir næt­ur­líf sitt. Besti tím­inn til að upp­lifa það besta sem Ibiza hef­ur upp á að bjóða er að sjálf­sögðu á sumr­in. Er það há­anna­tími ferðaþjón­ustu á eyj­unni, auk þess sem sum­ir næt­ur­klúbb­arn­ir eru lokaðir yfir vetr­ar­mánuðina. Nokkr­ir af vin­sæl­ustu plötu­snúðum heims eru á Ibiza á sumr­in og þá er nátt­úru­lega hægt að finna á heit­ustu næt­ur­klúbb­um eyj­unn­ar.

Ferð til Ibiza er engri lík og í hvert skipti sem þú kem­ur aft­ur upp­lif­ir þú eitt­hvað al­veg nýtt. Það skipt­ir ekki máli hversu lengi þú ákveður að dvelja á eyj­unni þá verður það þess virði. Ekki gleyma þér samt svo mikið í gleðinni svo þú miss­ir af því að fara á strönd­ina, því strend­urn­ar á Ibiza er stór­kost­leg­ar.

Ein af ströndum Ibiza.
Ein af strönd­um Ibiza. Unsplash/​Michael Toml­in­son

Amster­dam, Hollandi

Amster­dam er meðal ann­ars þekkt fyr­ir að vera höfuðborg grasreyk­inga og hef­ur verið um ein­hvern tíma. En jafn­vel þótt þú sért ekki í þeim gírn­um þá er Amster­dam djamm­höfuðborg Hol­lands, svo það er alltaf hægt að finna sér næturæv­in­týri við hæfi.

Einn af um­deild­ari svæðum Amster­dam er Rauða hverfið. Þar er þó ekki ein­göngu hægt að upp­lifa ým­is­legt sem er ólög­legt í flest­um öðrum borg­um, en þar er einnig að finna ýmis kaffi­hús, bari og skemmti­staði sem gam­an er að fara á.

Leidseplein er annað hverfi borg­ar­inn­ar sem býr yfir fjör­ugu næt­ur­lífi, en er ef­laust ekki eins um­deilt og það rauða. Hér eru svo­kölluð bar­hopp mjög vin­sæl, þar sem hoppað er á milli bara og skemmti­staða og þér færðir svo marg­ir drykk­ir að þú munt lík­lega ekki muna eft­ir miklu næsta dag.

Amsterdam, Hollandi.
Amster­dam, Hollandi. Unsplash/​Max van den Oete

Belgrad, Serbíu

Serbía er kannski ekki fyrsta landið sem þú hugs­ar um til að ferðast til en þetta er land sem má alls ekki fram hjá þér fara. Höfuðborg­in Belgrad er þekkt fyr­ir næt­ur­líf sitt og eru skemmti­staðirn­ir þar full­mannaðir all­an árs­ins hring.

Eitt af því sem er hvað áhuga­verðast við næt­ur­líf borg­ar­inn­ar er að marg­ir skemmti­staðir skipta um staðsetn­ingu eft­ir árstíðum. Yfir vetr­ar­mánuðina er lík­legra að stærst­ur hluti skemmtana­lífs­ins eigi sér stað inn­an­dyra. Yfir sum­ar­mánuðina fær­ist fjörið hins veg­ar út og jafn­vel alla leið út í á, því marg­ir skemmti­staðir setja þar upp flot­palla þar sem hægt er að dansa.

Marg­ir skemmti­staðir borg­ar­inn­ar eru í hús­um þar sem áður voru hjóla­brettag­arðar eða kjötvinnslu­verk­smiðjur. Bygg­ing­arn­ar geta því verið jafn áhuga­verðar og næt­ur­lífið sjálft. Marg­ir staðir eru líka með ákveðin þemu, svo það er auðvelt að finna sér stað sem hent­ar því and­rúms­lofti sem þú leit­ast eft­ir hverja stund­ina.

Belgrad, Serbíu.
Belgrad, Serbíu. Unsplash/​Al­ex­and­er Mils

Kraków, Póllandi

Kraków hef­ur upp á svo margt að bjóða ferðalöng­um, sér­stak­lega ef þeir hafa áhuga á mann­kyns­sög­unni. Borg­in er alda­göm­ul og svo rík af sögu og upp­lif­un­um að hún er sögð vera heim­ili fornra dreka. Sagn­fræðing­ar þurfa þó líka að sleppa af sér beisl­inu og er Kraków full­kom­in til þess.

Par­tíbát­ar og bar­hopp er vin­sælt í borg­inni, sem gef­ur ferðalöng­um eft­ir­minni­lega og ein­staka upp­lif­un á meðan þeir dvelj­ast í borg­inni. Gamli bær­inn er frá­bært hverfi til að upp­lifa áhuga­verða klúbba, þó þetta sé eitt dýr­asta hverfi borg­ar­inn­ar. Ekki hafa þó áhyggj­ur, verðlagið í Kraków er al­mennt lægra en í öðrum evr­ópsk­um borg­um. Annað hverfi sem býr yfir fjör­ugu næt­ur­lífi er Kazimierz. Þetta hverfi er til­valið fyr­ir bar­hopp því hér eru ógrynn­in öll af bör­um og skemmtistöðum.

Gamli bærinn í Kraków, Póllandi.
Gamli bær­inn í Kraków, Póllandi. Unsplash/​Sever­in­us Dew­anta

Aðrar borg­ir á list­an­um

  • Berlín, Þýskalandi
  • Bar­sel­óna, Spáni
  • Búdapest, Ung­verjalandi
  • Nice, Frakklandi
  • Madríd, Spáni
  • Lissa­bon, Portúgal
  • Newcastle, Bretlandi
  • Riga, Lett­landi
mbl.is