Lagði stígvélin á hilluna og kokkurinn í land

Gunnar Reynisson t.v. tók við blómum frá Guðjóni Guðjónssyni skipstjóra, …
Gunnar Reynisson t.v. tók við blómum frá Guðjóni Guðjónssyni skipstjóra, en Gunnar hefur verið á sjó frá því hann var fimmtán ára. Ljósmynd/FISK Seafood

Ný­verið hættu tveir starfs­menn FISK Sea­food á Sauðár­króki störf­um eft­ir að hafa unnið hjá fyr­ir­tæk­inu í ára­tugi, þau Stef­an­ía Krist­ín Kristjáns­dótt­ir og Gunn­ar Reyn­is­son. Voru þau leyst út með gjöf­um og kaffi­sam­sæti haldið þeim til heiðurs.

Stef­an­ía hef­ur lagt stíg­vél­in á hill­una, eins og það er orðað á vef FISK. Hún hef­ur unnið í fisk­vinnslu meira og minna síðan 1971 er hún byrjaði í land­vinnslu hjá FISK, eða í 52 ár. „Ætli ég dútli ekki eitt­hvað í tón­list­inni,“ seg­ir Stef­an­ía við Morg­un­blaðið en hún er með harmonikku í láni og stefn­ir einnig á að fá sér hljóm­borð til að glamra á.

Stefanía Kristín Kristjánsdóttir við veisluborð sem FISK Seafood bauð er …
Stef­an­ía Krist­ín Kristjáns­dótt­ir við veislu­borð sem FISK Sea­food bauð er hún hætti störf­um. Ljós­mynd/​FISK Sea­food

Gunn­ar Reyn­is­son hafði um ára­bil unnið sem kokk­ur um borð í skip­um Skag­strend­ings og síðar FISK Sea­food. Hann byrjaði ung­ur til sjós, eða aðeins 15 ára, er hann fór á trillu með föður sín­um. Eft­ir það fór hann á Höfr­ung III. Árið 1978 hóf hann störf hjá Skag­strend­ingi á Skaga­strönd og frá 1983 var hann kokk­ur um borð í Örvari og síðar Arn­ari HU.

Seg­ist Gunn­ar nú ætla að njóta lífs­ins með fjöl­skyldu sinni en barna­börn­in eru orðin níu tals­ins. Hann ætl­ar einnig að ferðast um landið með hjól­hýsið og taka því ró­lega.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: