Með hjartað á rassinum

Julia Fox er ekki feimin við að sýna líkamann.
Julia Fox er ekki feimin við að sýna líkamann. Samsett mynd

Leik­kon­an Ju­lia Fox vek­ur at­hygli hvar sem hún kem­ur og oft fyr­ir óhefðbund­inn fata­stíl sinn. Fox er ný­kom­in heim frá Cann­es í Frakklandi og mætti til Banda­ríkj­anna með full­ar tösk­ur af nýj­um föt­um sem hún sýndi fylgj­end­um sín­um á TikT­ok.

Uncut Gems-leik­kon­an, 33 ára, myndaði sig í Hou­se of Sunny-bik­iníi, glæ­nýj­um Gaultier-síðkjól og Dior-topp en það sem vakti hvað mesta at­hygli voru svart­ar bux­ur með hjarta­laga opi yfir miðjan rass­inn. „Það besta við bux­urn­ar er....sjáðu!” hrópaði Fox, í TikT­ok–mynd­bandi, þegar hún var að máta bux­urn­ar og tók snún­ing til þess að sýna fylgj­end­um sín­um rasskinn­arn­ar. Fox paraði bux­urn­ar með svört­um stutterma­bol frá Vaqu­era og var með hárið tekið aft­ur í klemmu.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stjarn­an klæðist þess­um sér­staka stíl en hún mætti á tísku­vik­una í New York-borg í fe­brú­ar íklædd hettupeysu og leður­bux­um með svipuðu opi en þá hékk sítt tagl sem huldi skor­una.

TikT­ok-mynd­bandi Fox, hef­ur nú verið eytt.

mbl.is