Enginn kuldapollur að hrella Íslendinga

Margir telja sumarið fara hægt af stað
Margir telja sumarið fara hægt af stað mbl.is/Kristinn Magnússon

Ein­ar Svein­björns­son, veður­fræðing­ur Vega­gerðar­inn­ar, vill ekki kann­ast við að neinn kulda­poll­ur sé að hafa áhrif á veðrið núna. Slík­ur poll­ur hafi oft verið sýni­leg­ur í spám á ár­un­um fyr­ir 2020, en hafi ekki sést síðan.

Hér sé um flókið ferli að ræða en ekki hæg­fara línu­lega þróun, poll­ur­inn dúkki upp en hverfi síðan.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.
Ein­ar Svein­björns­son veður­fræðing­ur. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Ein­ar seg­ir að í raun sé ágætis­veður á Íslandi og að hita­töl­ur nú í byrj­un júní séu yfir meðallagi. Loft sem berst að land­inu sé að upp­lagi hlýtt en kæl­ist við snert­ingu við kald­an sjó og beri með sér lág­skýja­breiðu. Ef kulda­poll­ur væri til staðar þá væri sann­ar­lega mun kald­ara á Íslandi núna.

Mynd­un slíkra kulda­polla verður til með flóknu sam­spili vegna bráðnun­ar íss, breyttra haf­strauma og hærra lofts­lags. Þá geti mynd­ast svæði sem sam­tal þeki um 5-10% jarðar­inn­ar, þar sem minni áhrifa hækk­andi lofts­lags gæt­ir og jafn­vel sé þar kald­ara en ella.

mbl.is