Ólafur Ragnar í ráðgjafarnefnd COP28

Ólafur Ragnar Grímsson hefur verið skipaður í alþjóðlega ráðgjafarnefnd loftslagsþings …
Ólafur Ragnar Grímsson hefur verið skipaður í alþjóðlega ráðgjafarnefnd loftslagsþings Sameinuðu þjóðanna, COP28. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, fyrr­ver­andi for­seti Íslands og formaður Hring­borðs Norður­slóða, hef­ur verið skipaður í alþjóðlega ráðgjaf­ar­nefnd lofts­lagsþings Sam­einuðu þjóðanna, COP28, sem haldið verður í Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um í lok árs­ins.

Ráðgjafa­nefnd­in hef­ur það hlut­verk að fjalla um áhersl­ur og samn­ings­mark­mið Lofts­lagsþing­ins, nýj­ung­ar og sér­stök verk­efni sem stuðlað geta að lausn lofts­lags­vand­ans. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Dr. Sult­an Al Jaber, for­seti lofts­lagsþings­ins, skipaði nefnd­ina en hann er einn af stofn­end­um Hring­borðs Norður­slóða, Arctic Circle.

„Í ráðgjaf­ar­nefnd­inni eiga sæti for­ystu­menn, sér­fræðing­ar og áhrifa­fólk frá helstu heims­álf­um. Meðal þeirra eru Laurent Fabius, fyrr­um for­sæt­is­ráðherra Frakk­lands og for­seti hins ár­ang­urs­ríka Lofts­lagsþings í Par­ís, Ernst Mon­iz, fyrr­um orkuráðherra Banda­ríkj­anna, Mukesh Am­bani, helsti viðskipta­jöf­ur Ind­lands, Hindou Ibra­him, for­ystu­kona ungra frum­byggja í Afr­íku og Iza­bella Teix­eira, fyrr­um um­hverf­is­ráðherra Bras­il­íu,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Nefnd­in hef­ur þegar fundað og mun taka virk­an þátt í und­ir­bún­ingi lofts­lagsþings­ins þann 30. nóv­em­ber.

mbl.is