Eitt af því sem hægt er að gera í Parísarborg, borg ástarinnar, er að upplifa rómantíska stemningu með því að fara í hádegisverðar- og/eða kvöldverðarsiglingu á ánni Signu þar sem rómantíkin svífur yfir vötnunum. Þessi upplifun er afslappandi leið til að skoða kennileiti Parísarborgar eins og Eiffelturninn og Louvre-safnið sem og önnur stórfræg og stórmerk kennileiti Parísarborgar. Þetta er ekki síður notaleg og slakandi leið til að hrífast af útsýninu, arkitektúrnum og fallegum byggingarstíl við árbakka Signu, sigla undir brýrnar eins og Pont Neuf þegar þú snæðir þriggja rétta sælkeramáltíð paraða með kampavíni.
Þeir sem hyggjast ferðast til Parísar ættu að huga að því að tryggja sér eftirminnilegt kvöld með sælkerakvöldverðarsiglingu með fram ánni Signu með lifandi tónlist. Það eru nokkur fyrirtæki sem bjóða upp á þessa þjónustu og auðvelt er að leita sér upplýsinga á veraldarvefnum með verð og framboð en Bateaux Parisiens er eitt af mörgum þessara fyrirtækja. Þú finnur ástina í loftinu þegar fljótabáturinn siglir með ykkur á þægilegum hraða í tveggja klukkustunda langri rómantískri siglingu og drekkur í þig á sama tíma ljósaborgina þegar hún lifnar við á nóttunni og upplifir sannkallað Parísarkvöld í rómantísku og friðsælu umhverfi.