Ríkið dæmt í milljarða makrílbætur

Silfur hafsins: Feitur og fallegur makríll á færibandinu hjá Vinnslustöðinni …
Silfur hafsins: Feitur og fallegur makríll á færibandinu hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Vinnslustöðin

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur dæmdi í dag ríkið til greiðslu hátt í tveggja millj­arða króna skaðabóta í tveim­ur mál­um sem Hug­inn VE-55 og Vinnslu­stöðin í Vest­manna­eyj­um ráku vegna tjóns, sem út­gerðirn­ar urðu fyr­ir við út­gáfu mak­ríl­kvóta á liðnum ára­tug.

Útgerðirn­ar byggðu kröf­ur sín­ar á því að ríkið væri skaðabóta­skylt, þar sem rang­lega hefði verið staðið að út­hlut­un mak­ríl­kvóta, ann­ars veg­ar árin 2011-2014 og hins veg­ar 2014-2018. Minna hefði komið í hlut fyr­ir­tækj­anna en þeim hefði borið sam­kvæmt lög­um.

Fimm út­gerðir féllu frá skaðabóta­kröfu

Upp­haf­lega stefndu sjö út­gerðarfé­lög rík­inu árið 2019 til greiðslu skaðabóta alls að upp­hæð um 10,2 millj­arða króna. Fimm fé­lag­anna féllu frá mála­rekstri á fyrri stig­um, en þar áttu í hlut fé­lög­in Eskja, Gjög­ur, Ísfé­lag Vest­manna­eyja, Loðnu­vinnsl­an og Skinn­ey-Þinga­nes. Hug­inn og Vinnslu­stöðin héldu mál­un­um hins veg­ar til streitu og höfðu sem fyrr seg­ir sig­ur í dag.

Upp­haf­leg krafa Vinnslu­stöðvar­inn­ar 982 millj­ón­um króna og Hug­ins 839 millj­ón­um. Aðilar sætt­ust á dóm­kvadda, óvil­halla mats­menn til að meta hið fjár­hags­legt tjón, sem nú skal bætt.

Ekki var um það deilt að ríkið bæri skaðabóta­ábyrgð á því fjár­tjóni, sem út­gerðirn­ar kynnu að hafa orðið fyr­ir þar sem Fiski­stofa hefði út­hlutað þeim minni afla­heim­ild­um á grund­velli reglu­gerða en lög mæltu fyr­ir um. Þá hefðu kröf­ur út­gerðanna lækkað að teknu til­liti til mats fyrr­nefndra mats­manna um sam­fellda veiðireynslu og hagnaðarmissi af þeim völd­um.

Ríkið krafðist samt sem áður sýknu en lækk­un­ar á dóm­kröf­um til vara. Byggði ríkið á því að þrátt fyr­ir að bóta­skylda sín lægi ljós fyr­ir hefðu út­gerðirn­ar ekki sýnt fram á bein or­saka­tengsl, af­leiðing­ar og um­fang tjóns síns.

Dóm­ur­inn féllst ekki á það og vísaði til mats­gerðar­inn­ar og þess að um sam­fellda veiðireynslu hefði verið að ræða, en hins veg­ar var sú grund­vall­ar­regla skaðabóta­rétt­ar virt að að virða alla óvissu stefnda í hag.

Hæstirétt­ur felldi tvo dóma í des­em­ber 2018 um að ekki hefði verið byggt á aflareynslu við út­gáfu mak­ríl­kvóta á grund­velli reglu­gerða 2011 til 2014 eins og skylt hefði verið og sama fyr­ir­komu­lag hefði verið viðhaft fram til 2018.

Upp und­ir tveir millj­arða í bæt­ur

Dóm­arn­ir í báðum mál­un­um voru tví­skipt­ir eft­ir tíma­bil­um í sam­ræmi við dóm­kröf­ur stefn­enda.

Í hlut Hug­ins komu sam­tals 466 millj­ón­ir kr., en einnig var fall­ist á skaðabóta­vexti frá 2015 og ein­stök­um tíma­bil­um og svo drátt­ar­vexti frá 24. júlí 2021, auk 10 millj­óna kr. í máls­kostnað.  Ætla má að end­an­leg upp­hæð, sem ríkið þurfi að gjalda Hug­in hlaupi á bil­inu 7-800 millj­ón­ir kr.

Vinnslu­stöðinni voru hins veg­ar dæmd­ar sam­tals 517 millj­ón­ir kr. í bæt­ur, skaðabóta­vexti og drátt­ar­vexti líkt og í máli Hug­ins, auk 15 millj­ón kr. í máls­kostnað. Lík­legt er að end­an­leg upp­hæð sé á milli 8-900 millj­óna kr.

Dóm­ar­arn­ir Pét­ur Dam Leifs­son, Hild­ur Briem og Sveinn Agn­ars­son dæmdu í báðum mál­un­um í dag, Stefán A. Svens­son gætti hags­muna Hug­ins, en Ragn­ar H. Hall var lögmaður Vinnslu­stöðvar­inn­ar.

mbl.is