„Dómstóll götunnar hefur mikil völd“

„Slauf­un get­ur haft al­var­leg­ar and­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir þá ein­stak­linga sem fyr­ir henni verða og sum­ir lenda á hættu­leg­um stað. Notk­un vímu­efna til að deyfa van­líðan, þung­lyndi og sjálfs­vígs­hugs­an­ir verða sí­fellt lík­legri í því hug­ar­ástandi. Ein­stak­ling­ur­inn miss­ir sam­fé­lagið. Sam­fé­lagið miss­ir ein­stak­ling­inn.“

Þetta sagði Ingi­björg Isak­sen, þingmaður Fram­sókn­ar, í ræðu sinni í eld­hús­dags­um­ræðum sem nú standa yfir á Alþingi. Ingi­björg ræddi Met­oo-bylt­ing­una og slauf­un­ar­menn­ingu.

„Umræðan er óvæg­in“

Ingi­björg sagði þolend­ur kyn­ferðisof­beld­is tjá sig um meint brot á net­inu þar sem þeir beri lítið traust til lög­reglu.

„Í dag er því al­gengt að umræða mynd­ist í net­heim­um um meint brot, þar sem ekki er hikað við að nafn­greina ein­stak­linga og til­greina meinta at­b­urðarás, lýsa kyn­ferðisof­beldi, eða kyn­ferðis­legu áreiti,“ sagði Ingi­björg og bætti við:

„Þannig get­ur ein­stak­ling­ur sem sakaður er um of­beldi á net­inu orðið fyr­ir því að missa at­vinnu, mann­orð og álit sam­fé­lags­ins allt jafn­vel án ákæru, án dóms og án laga. Af­leiðing­arn­ar geta verið fjár­hags­leg­ar, og fé­lags­leg­ar, en þó aðallega and­leg­ar. Því dóm­stóll göt­unn­ar hef­ur mik­il völd og fer fram með óform­leg­um hætti. Umræðan er óvæg­in og hún er grimm.“

Stönd­um í auga storms­ins

Tel­ur Ingi­björg mik­il­vægt að taka þessa umræðu, sér­stak­lega fyr­ir æsku lands­ins.

„Sem kjörn­um full­trúa finnst mér ég skuld­bund­in þjóðinni, sér­stak­lega æsku lands­ins, að taka þessa erfiðu umræðu. Við stönd­um í auga storms­ins og okk­ur vant­ar hand­rit og leiðarljós til framtíðar. Hlut­verk sam­fé­lags­ins hlýt­ur að vera að finna raun­veru­leg­ar leiðir til að út­rýma of­beldi og skapa ör­yggi.“

„En slauf­un­ar­menn­ing er vopn sem hef­ur snú­ist í hönd­un­um á okk­ur og grafið und­an trausti og sam­kennd í sam­fé­lag­inu með því að skapa ógn og ala á ótta. Staða sem er hvorki lausn né sig­ur fyr­ir neinn.“

mbl.is