„Kannski má ég ekki segja þetta“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir fullkomið stjórnleysi ríkja í …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir fullkomið stjórnleysi ríkja í landinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, þingmaður Miðflokks­ins, sagði tíma stjórn­leys­is ríkja í land­inu í eld­hús­dags­ræðu sinni á Alþingi í kvöld. Sig­mund­ur gagn­rýndi efna­hags­mál á land­inu harðlega, en einna mest gagn­rýndi hann „full­komið stjórn­leysi í mál­efn­um hæl­is­leit­enda.“

Sagði hann mikið stjórn­leysi ríkja í efna­hags­mál­um, en rík­i­s­tjórn­in hafi aukið út­gjöld um 70 pró­sent. „Þetta á ekki að vera hægt. Ein rík­i­s­tjórn á ekki að geta aukið út­gjöld svona mikið, hvað þá miðað við að þau hafa ekk­ert til að sýna fyr­ir það,“ sagði Sig­mund­ur. 

„Hver er afrakst­ur­inn?“ spurði hann og benti á að ekki væri hægt að sjá það á úr­bót­um í heil­brigðis­kerf­inu, þar sem biðlist­ar hefðu lengst og ekki væri að sjá að kerfið hefði batnað. 

Sig­mund­ur benti á eins og marg­ir ræðumenn kvölds­ins að aðgerðaáætl­un rík­is­ins gegn verðbólg­unni væri að mestu end­ur­nýtt úr fyr­ir áætl­un. „Þessi aðgerðaráætl­un er sýnd­ar­mennska, hún er bara plat.“ 

Eiga víst að kalla flótta­manna­búðir Skjólg­arða

Sig­mund­ur sagði vanta alla framtíðar­sýn á land­inu og sagði það hvergi jafn áber­andi og í því full­komna stjórn­leysi sem ríkti í mál­efn­um hæl­is­leit­enda, en hann varpaði fram áhyggj­um sín­um á hver ört hæl­is­leit­end­um fjölgaði í land­inu og viðbrögðum stjórn­valda.

„Viðbrögðin eru eng­in, hvað sem líður stöku áhyggjurödd­um,“ sagði Sig­mund­ur. Þá gagn­rýndi hann áform um að byggja úrræði fyr­ir hæl­is­leit­end­ur hér á landi, og sagði það ekk­ert annað en flótta­manna­búðir.

„En eitt­hvað er það nú viðkvæmt, þannig við eig­um víst að kalla þetta, hvað var það, Skjólg­arða?“ sagði Sig­mund­ur og leitt spyrj­andi í átt að for­sæt­is­ráðherra.

Lands­menn á nám­skeið um hvernig þeir eigi að hugsa og tjá sig

Þá nefndi hann stjórn­leysi í byggðar­mál­um, land­búnaðar­mál­um og í orku­mál­um. „Það eina sem við vit­um um fram­haldið þar, er að öll sú nýja orka sem kunni að verða til eigi að fara í orku­skipti. Eng­in orka um fyr­ir­sjá­an­lega tíð í nýja verðmæta­sköp­un,“ sagði Sig­mund­ur og bætti við að ekki væri það skárra að til stæði að tutt­ugu manna nefnd í Brus­sel eigi að leggja lín­urn­ar um það hvað telj­ist góð fjár­fest­ing á Íslandi. 

„Kannski má ég ekki segja þetta. Enda stend­ur til að setja alla lands­menn alla í end­ur­mennt­un, á nám­skeið um hvernig þeir eigi að hugsa og tjá sig.“

mbl.is