Ríkið hafnaði sátt og tapaði

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson.

Íslenska ríkið var í gær dæmt til að greiða út­gerðarfé­lög­un­um Hug­in VE-55 og Vinnslu­stöðinni (VSV) tvo millj­arða króna í skaðabæt­ur í tveim­ur mál­um sem fé­lög­in ráku vegna tjóns sem út­gerðirn­ar urðu fyr­ir við út­gáfu mak­ríl­kvóta á liðnum ára­tug. Útgerðirn­ar byggðu kröf­ur sín­ar á óum­deildri skaðabóta­skyldu rík­is­ins, þar sem rang­lega hefði verið staðið að út­hlut­un mak­ríl­kvóta, ann­ars veg­ar árin 2011-2014 og hins veg­ar 2014-2018.

Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, fram­kvæmd­stjóri VSV, seg­ir að fyr­ir­tækið hafi ít­rekað boðið rík­is­vald­inu sátt í mál­inu en henni hafi verið hafnað. Þá hafi ríkið ekki stigið nein skref til að leiðrétta út­hlut­un­ina.

Sjö út­gerðarfé­lög höfðuðu upp­haf­lega skaðabóta­mál gegn rík­inu, eft­ir að Hæstirétt­ur hafði úr­sk­urðað um ólög­mæti afla­út­hlut­un­ar, en fimm þeirra féllu frá mál­inu eft­ir að Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra hótaði því að ríkið myndi end­ur­heimta mögu­leg­ar bæt­ur með skatt­lagn­ingu. „Þetta er í raun fá­rán­leg afstaða,“ seg­ir Sig­ur­geir Brynj­ar, spurður um þau um­mæli fjár­málaráðherra nú. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina