Segir óþarfi að hræðast evruna

Hanna Katrín Friðriksson á Alþingi í kvöld.
Hanna Katrín Friðriksson á Alþingi í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðreisn veit að upp­taka evru veit­ir bestu lífs­kjara­bót­ina og þjóðar­at­kvæðagreiðsla um Evr­ópu­sam­bandið er besta leiðin til þess. Og nei, það er eng­in ástæða til að ótt­ast að við verðum eitt­hvað meðaltal þar inni. Við verðum áfram góða Ísland, bara betra góða Ísland.

Þetta sagði Hanna Katrín Friðriks­son, þingmaður Viðreisn­ar, í ræðu sinni í eld­hús­dags­um­ræðum sem fara nú fram á Alþingi. Umræðurn­ar skipt­ast í tvær um­ferðir og hef­ur hver þing­flokk­ur átta mín­út­ur í fyrri um­ferð og fimm mín­út­ur í seinni um­ferð.

Íslenski gjald­miðill­inn rót vand­ans

Hanna seg­ir til­veru nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar ein­kenn­ast af yf­ir­grips­miklu verk­leysi og bæt­ir við að Seðlabanki Íslands hafi verið skil­inn einn eft­ir með verðbólgu­verk­efnið í fang­inu. 

Hún sagði þá að ís­lenski gjald­miðill­inn væri rót vaxta vand­ans.

„Á meðan ekki er ráðist gegn rót­um vaxta vand­ans, hinum ofur sveiflu­kennda örgjald­miðli okk­ar sem vinn­ur með ör­litl­um hluta þjóðar­inn­ar og gegn al­menn­ingi.“

Hún benti á að ís­lensk stór­fyr­ir­tæki fái að gera upp í er­lendri mynt á meðan að ís­lensk­ur al­menn­ing­ur þurfi að búa við vaxta okur. „Hversu galið í al­vöru? Þessu vill Viðreisn breyta.“

Stöðugur gjald­miðill grund­völl­ur­inn

Hún sagði að stöðugur gjald­miðill væri grund­völl­ur­inn að því að gera vinnu­markaðinn lík­ari því sem þekk­ist á lönd­un­um í kring­um okk­ur og tók fram að óþarfi væri að ótt­ast at­kvæðagreiðslu um inn­göngu inn í Evr­ópu­sam­bandið.

Þá ít­rekaði hún að Viðreisn hafi verið óþreyt­andi við að leggja fram leiðir til að hamla rík­is­út­gjöld og benda rík­is­stjórn­inni á leiðir til að taka í al­vöru þátt í bar­átt­unni gegn verðbólg­unni.

Minn­ir á mál­efni sem falla í skugg­ann

„Mig lang­ar hér und­ir lok­in að nefna að því miður hafa mörg brýn úr­lausn­ar­efni fallið í skugg­ann á efna­hags­ástand­inu,“ seg­ir hún og minn­ir á að mik­il­vægt sé að gleyma ekki stöðunni í heil­brigðismál­um og hús­næðismál­um.

„Mark­viss­ar aðgerðir sem tryggja arð þjóðar­inn­ar af nýt­ingu nátt­úru­auðlinda eru líka löngu tíma­bær­ar og svo eru órædd stór mál eins og loft­lags­vand­inn, Linda­hvols­málið, ný­fall­inn dóm­ur um út­hlut­un mak­ríl­kvóta og snjó­hengj­an sem mun falla yfir okk­ur vegna ÍL-sjóðsins.“

mbl.is