Tugir milljóna varaðir við mengun

Mikill reykur hangir yfir kanadísku borginni Montreal. Hér horfa ferðamenn …
Mikill reykur hangir yfir kanadísku borginni Montreal. Hér horfa ferðamenn yfir borgina frá Mont Royal. AFP/Andrej Ivanov

Tug­ir millj­óna manna í Norður-Am­er­íku hafa verið varaðir við heilsu­spill­andi lofti vegna mik­illa skógar­elda í Kan­ada.

Mik­ill reyk­ur barst frá stór­um svæðum í kanadísku héruðunum Ont­ario og Qu­e­bec í gær á sama tíma og app­el­sínu­gul þoka hékk yfir stór­um hluta norðaust­ur­hluta Banda­ríkj­anna.

Í sum­um borg­um, þar á meðal Toronto og New York, voru loft­gæðin þau verstu í nokk­urri borg í heim­in­um.

Mesti reyk­ur­inn kem­ur frá Qu­e­bec þar sem 160 skógar­eld­ar geisa.

Reykjarmóða yfir ólympíuleikvanginum í Montreal í morgun.
Reykjarmóða yfir ólymp­íu­leik­vang­in­um í Montreal í morg­un. AFP/​Andrej Ivanov

Verstu frá upp­hafi

Kanadísk­ir emb­ætt­is­menn segja út­lit fyr­ir að skógar­eld­arn­ir í land­inu verði þeir verstu frá upp­hafi mæl­inga, að sögn BBC.

Sér­fræðing­ar hafa bent á heit­ara og þurr­ara vor en venju­lega sem ástæðuna fyr­ir eld­un­um. Bú­ist er við því að þess­ar aðstæður verði áfram við lýði í sum­ar.

Um­hverf­is­vernd­ar­stofn­un Kan­ada birti sína stærstu viðvör­un fyr­ir borg­ina Ottawa þegar kem­ur að loft­gæðum og sagði meng­un­ina „mjög hættu­lega” fyr­ir heilsu fólks.

Í Toronto og á nær­liggj­andi svæðum voru loft­gæðin skil­greind sem hættu­leg.  

mbl.is