Afhenda Alþingi 360.000 undirskriftir í dag

Hvalir í Steingrímsfirði.
Hvalir í Steingrímsfirði. Ljósmynd/Jón Halldórsson

Hvala­vin­ir af­henda Alþingi und­ir­skriftal­ista á alþjóðleg­um degi hafs­ins í dag, 8. júní klukk­an 11.30. Í beiðni Hvala­vina seg­ir að hræðileg meðferð á dýr­um með þess­um hætti sé óviðunn­andi og krefst hóp­ur­inn þess að hval­veiðileyfi verði taf­ar­laust aft­ur­kallað, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu.

Full­trúi Svandís­ar Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra hef­ur ekki staðfest hvort ein­hver frá skrif­stofu henn­ar verði til taks á Alþingi til að taka við beiðninni.

„Hrotta­legu dráp­in verði stöðvuð og bönnuð“

„Ríf­lega 360.000 manns hafa á inn­an við mánuði skrifað und­ir alþjóðlega und­ir­skrifta­söfn­un þar sem kraf­ist er að ís­lensk stjórn­völd svipti Hval hf. leyfi til hval­veiða og að hrotta­legu dráp­in verði stöðvuð og bönnuð í eitt skipti fyr­ir öll,“ er haft eft­ir Val­gerði Árna­dótt­ur hjá Hvala­vin­um í til­kynn­ingu.

mbl.is