Ríkissáttasemjari hringdi ítrekað í seðlabankastjóra

Seðlabankastjóri segir verkalýðshreyfinguna sundraða.
Seðlabankastjóri segir verkalýðshreyfinguna sundraða. mbl.is/Hákon

Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri seg­ist hafa fengið reglu­leg sím­töl frá rík­is­sátta­semj­ara þar sem hann reyndi að hafa áhrif á vaxta­ákv­arðanir bank­ans.

Þetta kem­ur fram í viðtali við Ásgeir í Morg­un­blaðinu í dag.

Skila­boð Aðal­steins Leifs­son­ar, þáver­andi sátta­semj­ara, hafi verið að „við ætt­um ekki að hækka vexti og helst ekki tjá okk­ur af því að formaður VR væri ekki stöðugur í skapi og hlypi út af fund­um ef hann sæi eitt­hvað úr Seðlabank­an­um“, seg­ir Ásgeir.

„Reyndu síðan að fresta vaxta­ákvörðun­ar­fundi og svo fram­veg­is. Það er ekk­ert annað en meðvirkni.“

Verka­lýðshreyf­ing­in sundruð

Ásgeir seg­ir verka­lýðshreyf­ing­una vera al­ger­lega sundraða frá því í haust, eft­ir að Alþýðusam­band Íslands varð í eðli sínu óvirkt.

„Þá breytt­ist þetta í sam­keppni ein­stakra verka­lýðsfé­laga, sem var erfið staða fyr­ir alla, bæði þá sem sömdu fyrst og þá sem komu á eft­ir. All­ir þeir sem tóku þátt í þeim leikþætti hljóta að hafa dregið ein­hvern lær­dóm af, ég hef enga trú á öðru“, seg­ir Ásgeir.

Nán­ari um­fjöll­un og viðtal við Ásgeir má lesa í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is