Beint: Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar

Skip Hafrannsóknastofnunar við bryggju við höfuðstöðvar hennar í Hafnarfirði.
Skip Hafrannsóknastofnunar við bryggju við höfuðstöðvar hennar í Hafnarfirði. mbl.is/sisi

Hafrannsóknastofnun kynnir í dag ráðgjöf sína um hámarksveiði nytjastofna fyrir fiskveiðiárið 2023/2024 sem hefst 1. september næstkomandi. Ráðgjöfin er kynnt í húsakynnum stofnunarinnar að Fornubúðum í Hafnarfirði og er í beinu streymi.

Undanfarin ár hafa ráðherrar sjávarútvegsmála farið eftir ráðgjöf stofnunarinnar við úthlutun aflaheimilda til íslenskra útgerða og hefur því ráðgjöfin bein áhrif á rekstrarskilyrði útgerða.

mbl.is