Fiskveiðifrumvörp Svandísar ekki afgreidd

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra lagði fram tvö frumvörp um stjórn fiskveiða …
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra lagði fram tvö frumvörp um stjórn fiskveiða í vor. Hvorugt frumvarpið verður afgreitt fyrir þinglok í dag. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Hvor­ugt frum­varp Svandís­ar Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra um breyt­ing­ar á stjórn fisk­veiða verður af­greitt fyr­ir þinglok í dag. Ekki ligg­ur fyr­ir hvort frum­vörp­in verði end­ur­flutt í haust.

Samið var um þinglok á þriðju­dag og fólst í sam­komu­lag­inu að frest­un þingstarfa myndi eiga sér stað 9. júní í sam­ræmi við starfs­áætl­un Alþing­is. Jafn­framt að 30 mál yrðu af­greidd en hvorki að finna frum­varp mat­vælaráðherra um kvóta­setn­ingu grá­sleppu né svæðis­skipt­ingu strand­veiða.

Átti að auka hag­kvæmni veiða

Svandís mælti fyr­ir frum­varpi sínu um kvóta­setn­ingu grá­sleppu­veiða í apríl og myndi samþykkt þess tryggja út­gerðum kvóta í teg­und­inni á grund­velli veiðireynslu, en há­marks­hlut­deild myndi vera skil­greind sem 2% af heild­arkvóta.

Jafn­framt var gert ráð fyr­ir að framsali afla­heim­ild­anna yrði sett þau tak­mörk að ekki má selja þær milli veiðisvæða. Veiðisvæðin voru í frum­varp­inu sjö tals­ins: Faxa­flói, Breiðafjörður, Vest­f­irðir, Húna­flói, Norður­land, Aust­ur­land og Suður­land.

„Veiðum á helstu nytja­stofn­um er stjórnað með út­hlut­un afla­marks við upp­haf hvers fisk­veiðiárs á grund­velli þeirr­ar afla­hlut­deild­ar sem fiski­skip hafa. Slík fisk­veiðistjórn hef­ur reynst góð með til­liti til þess hversu auðvelt er að stýra því magni sem er veitt hverju sinni og hef­ur það einnig aukið hag­kvæmni veiða. Á þenn­an hátt hafa sjálf­bær­ar veiðar verið tryggðar, verið hvatn­ing til ný­sköp­un­ar, þar sem aðilar reyna að fá sem mest verðmæti úr afla­hlut sín­um sem og stuðlað að bættri um­gengni um auðlind­ina,“ sagði um til­efni og nauðsyn boðaðra breyt­inga í grein­ar­gerð frum­varps­ins.

Einnig var bent á litla nýliðun og að komið yrði á sér­stök­um nýliðakvóta. Von­ir voru einnig bundn­ar við að kvóta­setn­ing myndi ná fram auk­inni hag­kvæmni veiðanna.

Deilt um svæðaskipt­ingu

Frum­varp Svandís­ar um end­urupp­töku svæðaskipt­ingu strand­veiða var lagt fyr­ir Alþingi í mars. Fjög­ur ár eru frá af­nám svæðaskipt­ing­ar veiðanna en það fyr­ir­komu­lag hef­ur verið um­deilt á Norður- og Aust­ur­landi þar sem strand­veiðisjó­menn á þessu svæði hafa fengið mun færri veiðidaga en aðrir í kjöl­farið.

Þegar afla­heim­ild­ir strand­veiða eru full­nýtt­ar er Fiski­stofu skylt að stöðva veiðarn­ar og voru veiðarn­ar stöðvaðar 19. ág­úst 2020, 18. ág­úst 2021 og 21. júlí 2022. Gild­andi fyr­ir­komu­lag ger­ir hins veg­ar ráð fyr­ir 12 veiðidög­um á bát í fjóra mánuði frá maí til ág­úst, en með stöðvun veiðanna hef­ur öll­um bát­um ekki tek­ist að stunda veiðar alla þessa daga og hef­ur það ólík áhrif eft­ir lands­hlut­um þar sem fisk­gengd á grunn­slóð við Ísland er mis­mun­andi milli lands­hluta yfir sum­ar­mánuðina.

„Komi til þess að strand­veiðar séu stöðvaðar bitn­ar það mest á norðaust­ur- og aust­ur­svæðinu. Það fyr­ir­komu­lag sem ákveðið var með gild­andi lög­um hef­ur ekki reynst vel þegar litið er til jafn­ræðis­sjón­ar­miða þar sem af­nám svæðaskipt­ing­ar afla­heim­ilda við strand­veiðar hef­ur haft nei­kvæð áhrif á veiðar á Norðaust­ur- og Aust­ur­landi,“ sagði í grein­ar­gerð frum­varps­ins.

Ljóst þykir að svæðaskipt­ing veiðanna muni bitna mest á svæði A þar sem lang­mest­um strand­veiðiafla er landað og er því tölu­verð andstaða gegn frum­varp­inu á þeim slóðum. Jafn­framt virðist afstaða þing­flokks VG (flokks mat­vælaráðherra) skipt­ast al­farið eft­ir lands­hlut­um.

Fram­haldið óljóst

Ekki er ljóst hvort frum­vörp­in verða end­ur­flutt í haust, en talið er að mun meiri lík­ur séu á að frum­varp um kvóta­setn­ingu grá­sleppu verði end­ur­flutt í óbreyttri mynd.

Frum­varp um breyt­ingu á til­hög­un strand­veiða er um­deilt og óljóst hvort Alþingi tak­ist að af­greiða málið, en ráðherra kann að vilja vísa mál­inu þangað með frum­varpi enda þykir ljóst að mik­il ónáægja sé með óbreytt fyr­ir­komu­lag.

mbl.is