Menn geti rétt ímyndað sér afkomu makrílveiða

Bjarni Benediktsson segist virðast sem svo að útgerðarfélögin sem veiði …
Bjarni Benediktsson segist virðast sem svo að útgerðarfélögin sem veiði makríl hafi gott borð fyrir báru. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ríkið hef­ur marg­ar leiðir til þess að taka gjald af nýt­ingu veiðistofn­anna við Ísland,“ seg­ir Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, spurður um um­mæli sín á Face­book þar sem hann sagði það vera sann­girn­is­mál að veiðarn­ar sjálf­ar myndu á end­an­um standa und­ir tveggja millj­arða króna reikn­ingi sem féll ný­verið á ís­lenska ríkið.

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur dæmdi á þriðju­dag­inn ríkið til greiðslu hátt í tveggja millj­arða króna skaðabóta í tveim­ur mál­um sem Hug­inn VE-55 og Vinnslu­stöðin í Vest­manna­eyj­um ráku vegna tjóns, sem út­gerðirn­ar urðu fyr­ir við út­gáfu mak­ríl­kvóta á liðnum ára­tug.

Millj­arðarn­ir farið til annarra út­gerðarfé­laga

„Þegar því var flaggað á sín­um tíma að marg­ar út­gerðir hygðust fara í mál við ríkið fyr­ir að hafa ekki fengið sinn hlut í mak­ríl­veiðunum og það var látið skína í 10 millj­arða kröfu á rík­is­sjóð. Þá geta menn rétt ímyndað sér að það hafi verið góð af­koma af mak­ríl­veiðum,“ seg­ir Bjarni í sam­tali við mbl.is.

Hann seg­ir að ef að þeir sem þá voru að velta því fyr­ir sér að fara í mál við ríkið telji sig hafa orðið af tíu millj­örðum, þá hafi mynd­ast tíu millj­arða króna hagnaður hjá öðrum út­gerðarfé­lög­um.

„Það virðist þannig vera mjög gott borð fyr­ir báru hjá út­gerðarfé­lög­un­um sem hafa verið að veiða mak­ríl,“ seg­ir Bjarni.

Sýn­ast hon­um sem svo að það sé mjög gott svig­rúm hjá út­gerðarfé­lög­un­um til þess að deila kostnaðinum á milli sín, frem­ur en að ríkið greiði bóta­greiðslur fyr­ir inn­byrðis deil­ur út­gerðarfé­laga.

mbl.is