Tæplega 5% Íslendinga skrifað undir söfnunina

Hvalur skorinn í Hvalfirði eftir veiðar árið 2009.
Hvalur skorinn í Hvalfirði eftir veiðar árið 2009. AFP/Halldór Kolbeins

Tveir und­ir­skrift­arlist­ar hafa verið í dreif­ingu und­an­farið þar sem þess er kraf­ist að hval­veiðar verði bannaðar og hval­veiðileyfi Hvals hf. verði aft­ur­kallað. Ann­ars veg­ar hinn alþjóðlegi, þar sem fólk utan Íslands hef­ur skrifað und­ir og eru þar 360.000 und­ir­skrift­ir, en hins veg­ar ís­lenski und­ir­skrift­arlist­inn þar sem 18.455 manns hafa skrifað und­ir. Það jafn­gild­ir 4.76% Íslend­inga ef miðað er við mann­fjölda­töl­ur Hag­stofu Íslands.

Í gær af­hentu hvala­vin­ir alþjóðlegu und­ir­skrift­ar­söfn­un­ina til Alþing­is. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem und­ir­skrift­arsafn­an­ir gegn hval­veiðum eiga sér stað en árið 2013 söfnuðu and­stæðing­ar hval­veiða 33.000 und­ir­skrift­um og var það sam­an­safn af bæði Íslend­ing­um og ferðamönn­um á Íslandi. Íslenski und­ir­skrift­arlist­inn hef­ur staðið í stað í um það bil 18.000 und­ir­skrift­um í rúm­lega viku en söfn­un­in er þó enn í gangi og ekki úti­lokað að það breyt­ist.

Það eru Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands sem standa að söfn­un­inni en hval­veiðar hafa verið mikið á milli tann­anna á fólki eft­ir að fram kom í skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar  af­líf­un á hluta stór­hvela hafi tekið of lang­an tíma og ekki sam­ræmst meg­in­mark­miðum laga um vel­ferð dýra.

Kristján Lofts­son, stærsti hlut­hafi Hvals hf., gagn­rýndi þó eft­ir­lits­skýrslu MAST og taldi hana litaða af and­stöðu við hval­veiðar og þekk­ing­ar­leysi eft­ir­litsaðila Fiski­stofu, en at­hug­an­ir henn­ar lágu til grund­vall­ar skýrsl­unni.

mbl.is