Stressuð að ferðast ein í fyrsta sinn

Tinna Margrét var valin Fjallkona Garðabæjar í fyrrasumar.
Tinna Margrét var valin Fjallkona Garðabæjar í fyrrasumar. Ljósmynd/Tinna Margrét Hrafnkelsdóttir

Fjöll­ista­kon­an og hæfi­leika­búntið, Tinna Mar­grét Hrafn­kels­dótt­ir, hef­ur af­rekað ým­is­legt á sín­um 19 árum. Hún er út­skrifuð af leik­list­ar­braut Fjöl­brauta­skól­ans í Garðabæ, lauk fram­halds­prófi í klass­ísk­um söng í maí og er ein þeirra er standa að skipu­lagn­ingu lista­hátíðar í Garðabæ. 

Mun fagna ást­inni 

Sum­arið verður bjart og líf­legt hjá þess­ari ungu og skap­andi sál en hún held­ur til Barcelona til þess að vera viðstödd brúðkaup hjá vina­fólki sínu. „Ég verð þar í tíu daga og ferðast ein. Mig hef­ur alltaf langað að prófa að vera ein í út­lönd­um. Ég er smá stressuð fyr­ir ferðinni en sömu­leiðis sjúk­lega spennt,“ seg­ir Tinna Mar­grét. „Ég ætla að nýta tæki­færið og skoða Barcelona og upp­lifa nýja hluti.“

Tinna Mar­grét ætl­ar einnig að fagna ást­inni á Íslandi í sum­ar en móðir henn­ar og stjúp­faðir ætla einnig að gifta sig í sum­ar. „Seinna í sum­ar verður brúðkaup hjá mömmu og stjúppabba. Það verður al­gjört æði og við erum á fullu að gera allt klárt fyr­ir það,“ seg­ir Tinna Mar­grét spennt. 

Í tveim­ur störf­um

Leik– og söng­kon­an mun hafa í nógu að snú­ast í sum­ar. „Ég verð í tveim­ur vinn­um í sum­ar. Ég verð sölu­full­trúi hjá Artas­an og einnig skipu­leggj­andi lista­hátíðar­inn­ar Rökkv­an, en það er í gegn­um Skap­andi sum­arstörf hjá Garðabæ. 

Svo lang­ar mig bara að njóta mín og upp­lifa allt það sem sum­arið hef­ur upp á að bjóða. Þetta er svona allt sem ég veit en ég virðist alltaf finna mér ný og skap­andi verk­efni,“ seg­ir Tinna Mar­grét að lok­um. 

mbl.is