9,6 milljarðar í skatta og gjöld

Síldarvinnslna greiddi 5,6 milljarða króna í skatta og gjöld á …
Síldarvinnslna greiddi 5,6 milljarða króna í skatta og gjöld á síðasta ári. Ljósmynd/Síldarvinnslan/Þorgeir

Síld­ar­vinnsl­an hf. greiddi á síðasta ári 5,6 millj­arða í skatta og gjöld og er það tæp­lega 68% meira en fé­lagið greiddi árið 2021 og 98% meira en árið 2020. Inn­heimt­ir skatt­ar af starfs­fólki fyr­ir rík­is­sjóð námu 3,9 millj­örðum króna á síðasta ári og er því skatt­spor fé­lags­ins 9,6 millj­arðar króna. Skatt­sporið hef­ur auk­ist um tæp­lega þrjá millj­arða frá ár­inu 2021 og 4,8 millj­arða frá 2020.

Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í sam­fé­lags­skýrslu Síld­ar­vinnsl­unn­ar sem birt var á vef fyr­ir­tæk­is­ins 30. maí síðastliðinn.

Þar kem­ur einnig fram að Síld­ar­vinnsl­an og dótt­ur­fé­lög þess hafi á síðasta ári veitt 141,1 millj­ón króna í sam­fé­lags­styrki. Þar af fóru 55,2 millj­ón­ir til íþrótta­mála, 27,1 millj­ón til heil­brigðistengdra mála, 16,7 millj­ón­ir til Úkraínu, 12,5 millj­ón­ir til menn­ing­ar­mála, 11,6 millj­ón­ir til fé­laga­sam­taka, 10,8 millj­ón­ir til björg­un­ar­sveita og 3,8 millj­ón­ir til mennt­un­ar­mála og 3,4 millj­ón­ir til stjórn­mála­flokka.

Meiri los­un verk­smiðja

At­hygli vek­ur að kol­efn­is­spor fiski­mjöl­verk­smiðja fé­lags­ins hef­ur rúm­lega fjór­fald­ast frá ár­inu 2021 og var 20.113 tonn í kol­efnisígild­um árið 2022. Skerðing var á af­hend­ingu raf­magns til Síld­ar­vinnsl­unn­ar og var fyr­ir­tækið því knúið til að taka í notk­un olíu til að knýja verk­smiðjurn­ar. Þurfti heila sjö millj­ón lítra.

Kol­efn­is­spor bol­fisk­skipa hef­ur lækkað í 16.264 tonn árið 2022 úr 17.107 tonn­um árið 2021, en árið 2020 var los­un þess­ara skipa 16.729 tonn. Þá hef­ur kol­efn­is­spor upp­sjáv­ar­skipa Síld­ar­vinnsl­unn­ar einnig minnkað og var á síðasta ári 27.696 tonn en var 32.322 tonn 2021. Árið 2020 var kol­efn­is­spor þess­ara skipa 27.853 tonn en vert er að hafa í huga að eng­ar loðnu­veiðar voru það ár.

„Göngu­mynst­ur ein­stakra stofna, afla­brögð og ekki síst veðurfar hef­ur mik­il áhrif á hversu langt þarf að sækja á miðin hverju sinni. […] Þótt hröð tækniþróun eigi sér nú stað í raf­væðingu í sam­göng­um er sú þróun kom­in skemmra á veg í vél­búnaði fiski­skipa. Þetta kann að breyt­ast á kom­andi árum,“ seg­ir í skýrsl­unni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: