Hafa landað 485 tonnum á Sauðárkróki

Drangey SK (fremra skipið) landaði 166 tonnum í gær og …
Drangey SK (fremra skipið) landaði 166 tonnum í gær og Málmey SK 147 tonnum í dag. mbl.is/Björn Jóhann

Málmey SK-1 landaði 147 tonn­um á Sauðár­króki í dag og var um að ræða lang mest af þorski, en einnig nokkuð um karfa og ýsu. Fram kem­ur á vef FISK Sea­food að skipið hafi meðal ann­ars verið á veiðum á Nes­dýpi.

Um er að ræða aðra lönd­un Málmeyj­ar í þess­um mánuði en skipið landaði síðast 2. júní eft­ir góða veiði á Hal­an­um. Nam afl­inn 172 tonn­um af blönduðum afla, mest þorski, ýsu, ufsa og karfa. Í kjöl­farið var gert hlé á veiðum, enda sjó­mannadag­ur 4. júní.

Þá hef­ur Drang­ey einnig landað afla á Sauðár­króki í mánuðinum, nán­ar til tekið í gær þegar skipið kom til hafn­ar með 166 tonn. Uppistaða afl­ans var þorsk­ur, karfi og ýsa sem fékkst meðal ann­ars á Hal­an­um.

Skip­in tvö hafa því landað 485 tonn­um á Sauðár­króki það sem af er júní en FISK Sea­food ger­ir út bæði skip­in.

mbl.is