Jake Gyllenhaal mætti með kærustuna á Opna franska

Ástin blómstrar sem aldrei fyrr.
Ástin blómstrar sem aldrei fyrr. Samsett mynd

Banda­ríski leik­ar­inn Jake Gyl­len­haal var viðstadd­ur Opna franska meist­ara­mótið á sunnu­dag ásamt kær­ustu sinni, Je­anne Ca­diue. Parið sem hef­ur verið sam­an frá ár­inu 2018 sést lítið sam­an á op­in­ber­um vett­vangi en var ekk­ert að fela ást sína hvort til ann­ars á milli um­ferða. 

Tíma­ritið Us Weekly staðfesti í des­em­ber 2018 að leik­ar­inn væri byrjaður að slá sér upp með ungri franskri konu. Ca­diue, sem er 27 ára, er 15 árum yngri en Gyl­len­haal, en að sögn heim­ild­ar­manna er hún „mjög þroskuð, eld­klár, elsk­ar sagn­fræði, bæk­ur og bara virki­lega frá­bær og heil­steypt mann­eskja“. 

Gyl­len­haal og Ca­diue fylgd­ust spennt með þegar serbneski tenniskapp­inn Novak Djo­kovic sigraði Norðmann­inn Ca­sper Ruud í úr­slita­leik Opna franska meist­ara­móts­ins.

mbl.is