Ástfanginn upp fyrir haus

Hjónin fögnuðu 23 ára brúðkaupsafmæli sínu yfir helgina.
Hjónin fögnuðu 23 ára brúðkaupsafmæli sínu yfir helgina. Samsett mynd

Hollywood-leik­ar­inn Mark Ruffalo birti færslu á sam­fé­lags­miðlin­um In­sta­gram um helg­ina þar sem hann fór fögr­um orðum um eig­in­konu sína, Sunrise Coig­ney í til­efni af 23 ára brúðkaup­saf­mæli pars­ins. 

„Til ham­ingju með 23 ár, vin­kona mín, maki og elsk­hugi. Allt það sem er fal­legt í lífi okk­ar kem­ur frá þér. Þú ert líka sú sem held­ur öllu gang­andi. Ég dá­ist að þér og ég elska þig,“ skrifaði Ruffalo við færsl­una sem sýn­ir mynd af hjón­un­um á brúðkaups­dag­inn árið 2000. 

Ruffalo og Coig­ney, sem eru bæði 50 ára, kynnt­ust árið 1998 í Los Ang­eles og giftu sig tveim­ur árum síðar. Í viðtali við Men's Journal frá ár­inu 2017 sagði leik­ar­inn þetta hafa verið ást við fyrstu sýn. „Ég sá hana og sagði: Ég er að fara að gift­ast henni.“ 

Hjón­in eiga sam­an þrjú börn, son­inn Keen, 21 árs og dæt­urn­ar Bella Noche, 17 ára og Odette, 15 ára. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by Mark Ruffalo (@mar­kruffalo)

mbl.is