Öfgakennt veður haft alvarlegar afleiðingar

Flóð ollu miklu tjóni í vesturhluta Þýskalands í júlí 2021.
Flóð ollu miklu tjóni í vesturhluta Þýskalands í júlí 2021. AFP/Christof Stache

Öfga­kennt veðurfar í Evr­ópu hef­ur orðið 195.000 manns að bana frá ár­inu 1980, auk þess að valda miklu efna­hags­legu tjóni, eða því sem nem­ur 560 millj­örðum evra. Þetta kem­ur fram í skýrslu Um­hverf­is­stofn­un­ar Evr­ópu, EEA. 

Flest bana­slysa á ár­un­um 1980-2021 urðu af völd­um flóða, storma, hita- og kulda­bylgna, skógar­elda og aur­skriða að því er fram kem­ur í skýrslu EEA. Af 560 millj­arða evra tjón­inu var ein­ung­is 30 pró­sent fjár­magns­ins tryggt. 

„Til að koma í veg fyr­ir frek­ara tjón þurf­um við að hætta að bregðast við öfga­kenndu veðurfari þegar það brest­ur á og byrja að und­ir­búa okk­ur bet­ur und­ir það,“ seg­ir Al­eks­andra Kazmierczak sér­fræðing­ing­ur EEA.

Hita­bylgj­ur voru vald­ur af 81 pró­sent dauðsfalla og ástæða 15 pró­sent af fjár­hags­legu tapi. Í skýrsl­unni seg­ir mik­il­vægt að gripið verði til aðgerða í Evr­ópu til þess að vernda aldraða íbúa þar sem þeir séu viðkvæm­ast­ir fyr­ir mikl­um hita. 

Loflags­líkön spá ákafari hita­bylgj­um

Sum­arið 2022 lét­ust fleiri í Evr­ópu en á meðalári vegna end­ur­tek­inna hita­bylgja. Dauðsföll­in eru þó ekki hluti af tölu lát­inna í skýrslu EEA, enda nær hún ein­ung­is til ár­anna 1980-2021.

Þar af voru í júlí 2022, 16 pró­sent fleiri dauðsföll en í sama mánuði árin 2016-2019. Dauðsföll júlí mánaðar 2016-2019 eru þó ekki öll rak­in til hita. Loft­lags­líkön hafa spáð lengri, ákafari og tíðari hita­bylgj­um og því ekki út­lit fyr­ir að lát verði á dauðsföll­um nema gripið verði til aðgerða. 

Í fe­brú­ar 2022 greindi EEA frá því að ofsa­veður hefðu orðið 142.000 manns að bana og ollið fjár­hagstjóni sem nem­ur 510 millj­örðum á ár­un­um 1980-2020. Skýr­ing­in á auknu fjár­hagstjóni er vegna flóða í Þýskalandi og Belg­íu árið 2021 sem ollu 50 millj­arða króna fjár­hagstjóni. Breytt aðferðarfræði í Þýskalandi og Frakklandi er ástæða þess hversu mikið tala lát­inn­ar hækk­ar. 

Hrika­leg­ar af­leiðing­ar 

Skógar­eld­ar her­tóku tvö­falt stærra landsvæði árið 2022 held­ur en und­an­far­in ár sam­kvæmt EEA, en lofts­lags­breyt­ing­ar af völd­um manna fimm- til sex­földuðu hætt­una á þurrk­um.

Þurrk­arn­ir gætu orðið kostnaðarsam­ir. Efna­hags­legt tap gæti auk­ist úr níu millj­arða evra á ári í 25 millj­arða evra í lok ald­ar­inn­ar ef hita­stig á jörðinni hækk­ar um 1,5°c. Ef hita­stig hækk­ar um 2°c gæti tal­an farið upp í 31 millj­arð evra og 45 millj­arð evra ef hita­stig jarðar hækk­ar um 3°c sam­kvæmt vís­inda­leg­um niður­stöðum. 

mbl.is