Ættbogi Svandísar gefst ekki upp þegar á hólminn er komið

Álftin hefur snúið aftur eftir langa fjarveru.
Álftin hefur snúið aftur eftir langa fjarveru. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fugla­áhuga­fólk á Seltjarn­ar­nesi get­ur tekið gleði sína á ný því álft­in hef­ur snúið aft­ur á Bakka­tjörn eft­ir langa fjar­veru. Lík­legt þykir að um sé að ræða álft­ir úr ætt­boga hinn­ar ást­sælu Svandís­ar Sig­ur­geirs­dótt­ur sem hélt á vit feðra sinna fyr­ir fá­ein­um árum.

Álft­in Svandís varð landsþekkt árið 1994 þegar hún sást hreiðra um sig í Sig­ur­geirs­hólma sem þá hafði ný­lega verið reist­ur í Bakka­tjörn. Hólm­inn var nefnd­ur í höfuðið á Sig­ur­geiri Sig­urðar­syni, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóra Seltjarn­ar­ness, sem lét reisa hann. Þór Sig­ur­geirs­son, nú­ver­andi bæj­ar­stjóri Seltjarn­ar­ness og son­ur Sig­ur­geirs, seg­ir komu Svandís­ar hafa þótt fagnaðarefni á sín­um tíma þrátt fyr­ir að ekki hafi all­ir verið sam­mála um ágæti hólm­ans.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: