Alþjóðlegt hitamet slegið í júní

Aldrei hefur mælst jafn hár hiti á heimsvísu í júní …
Aldrei hefur mælst jafn hár hiti á heimsvísu í júní líkt og í ár. AFP

Meðal­hiti sem mæld­ist í byrjun júní á heimsvísu er sá hlýj­asti sem reikni­miðstöð evr­ópskra veður­stofa hef­ur nokk­urn tím­ann mælt á þessu tíma­bili og slær fyrri met til muna.

Greint hef­ur verið frá því að árið í ár sé El Niño-ár. El Niño-tíma­bil er þegar nátt­úru­leg hita­sveifla í aust­ur­hluta Kyrra­hafs­ins á sér stað . Hita­sveifl­an hef­ur í för með sér hærri sjáv­ar­hita en 0,5° af meðal­hita þess. Svona hita­sveifl­ur koma venju­lega upp fjórða eða sjötta hvert ár, og þá oft­ast rétt eft­ir jól. Ástandið hef­ur víðtæk áhrif á veður út um all­an heim, en flest­ar hita­bylgj­ur hafa átt sér stað á El Niño hita­tíma­bili.

Heit­asti júní­mánuður hingað til

„Heim­ur­inn hef­ur ný­verið upp­lifað sinn allra heitasta júní mánuð hingað til, en maí var ein­ung­is 0,1 gráðu frá heit­asta maí mánuði sem hef­ur mælst“, sagði Sam­an­tha Burgess, aðstoðarfor­stjóri lofts­lagsþjón­ust­unn­ar Copernicus.

Þó þetta sé í fyrsta skiptið sem met er slegið í júní hef­ur hita­stig nokkr­um sinn­um farið yfir hæstu met á vet­urna og á vor­in. 

Copernicus tilkynntu ný­lega að höf jarðar­inn­ar hafi mælst hlýrri í sein­asta mánuði en nokk­urn ann­an maí­mánuð. Sam­kvæmt gögn­um frá stofn­un­inni var dag­leg­ur meðal­hiti á heimsvísu við, eða yfir 1,5 gráðu þrösk­uld­inn á bil­inu 7-11 júní. Hiti náði allt að 1,69 gráður þegar mest var þann 9 júní.

Brot úr gráðu get­ur haft al­var­leg­ar af­leiðing­ar

„Hvert ein­asta brot úr gráðu skipt­ir máli til að forðast enn al­var­legri af­leiðing­ar lofts­lagskrepp­unn­ar, sagði Burgess. Copernicus hef­ur aðset­ur í borg­inni Bonn í Þýskalandi, þar sem lofts­lagsviðræður und­ir for­ystu Sam­einuðu Þjóðanna fara fram í aðdrag­anda lofts­lags­ráðstefn­unn­ar COP28 sem verður hald­in í Dubai í lok árs. 

mbl.is