Telja okuskipti tekin fram yfir lífríki hafsins

Örn Pálsson segir hættu á að auknar togveiðar á grunnslóð …
Örn Pálsson segir hættu á að auknar togveiðar á grunnslóð geti stefnt uppeldissvæðum þorsksins í hættu. mbl.is/Golli

Smá­báta­eig­end­ur ótt­ast að lög sem ætlað er að skila minni kol­efn­is­los­un fiski­skipa á grunn­slóð leiði til þess að þorsk­stofn­in­um verði ógnað með því að stærri skip­um verði hleypt inn á upp­vaxt­ar­svæði þorsk­seiða, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu.

Þann 30. maí síðastliðinn samþykkti Alþingi frum­varp Svandís­ar Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra um breyt­ingu á lög­um um veiðar í fisk­veiðiland­helgi Íslands með til­liti til afl­vísa. Með breytt­um viðmiðum lag­anna er von­ast til að út­gerðir geti tekið í notk­un ný og spar­neytn­ari skip sem hafa aukið afl vegna stærri skrúfu.

Smábátasjómenn óttast að auknar togveiðar á grunnslóð.
Smá­báta­sjó­menn ótt­ast að aukn­ar tog­veiðar á grunn­slóð. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

„Lands­sam­band smá­báta­eig­enda (LS) mót­mælti frum­varpi ráðherra á öll­um stig­um og færði fyr­ir því ýmis rök. Það eru því mik­il von­brigði að frum­varpið hafi verið samþykkt sem lög. LS hef­ur þegar hafið und­ir­bún­ing að því að lög­un­um verði breytt, enda lík­lega ekki seinna vænna ef koma á í veg fyr­ir inn­heimtu skaðabóta þeirra sem nú eru að út­búa sig til að sækja á grunn­slóðina, sem þeir gátu ekki áður,“ seg­ir Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri LS.

Bend­ir hann á rann­sókn Michelle Lorraine Valli­ant sem sýnt hef­ur fram á að ungviði þorsk­teg­unda leita í kalkþör­unga­breiður í ís­lensk­um fjörðum sem mynda mik­il­vægt búsvæði.

„Með breyt­ing­unni verður vélarafl og tog­kraft­ur ekki leng­ur hamlandi þátt­ur á troll­veiðar inn­an 12 mílna land­helg­is­lín­unn­ar. Með breyt­ing­unni er verið að raska því jafn­vægi sem ríkt hef­ur við veiðar og nýt­ingu á grunn­slóðinni, allt í nafni orku­skipta,“ seg­ir hann.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: