Landa sífellt meira af hinum ófríða snarphala

Landað hefur verið yfir 60 tonnum af snarphala það sme …
Landað hefur verið yfir 60 tonnum af snarphala það sme af er fiskveiðiári. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Snarp­hali er ef­laust ein af þeim fiski­teg­und­um sem fæst­ir Íslend­ing­ar kann­ast við en hann
þykir ágæt­ur mat­fisk­ur, ekki ósvipaður þorski og öðrum slík­um botn­fiski á bragðið. Það sem af er fisk­veiðiári 2022/​2023 hafa ís­lensk skip landað rúm­lega 60 tonn­um af snarp­hala og er það meira en gert var þrjú fisk­veiðiár­in á und­an, að því er fram kom í síðasta blaði 200 mílna.

Segja má að snarp­hal­inn hafi and­lit sem aðeins móðir get­ur elskað. Fisk­ur­inn er lang- og þunn­vax­inn með haus sem er um fjórðung­ur búks­ins að stærð og gríðar­stór augu. Það er raun­ar ekki furða að ensku­mæl­andi þjóðir kalli hann „oni­on eye“ eða laukauga í beinni þýðingu.

Snarp­hal­ar geta orðið um metri að lengd. Sá stærsti sem veiðst hef­ur var skráður 110 sentí­metr­ar og náðist á grá­lúðuslóð vest­an Víkuráls 1995, en teg­und­in er al­geng­ur meðafli á grá­lúðuveiðum.

Snarphalinn er kannski ekki fríður að sjá.
Snarp­hal­inn er kannski ekki fríður að sjá. Ljós­mynd/​As­geir Kvalsund

Snæ­fell landaði 30 tonn­um

Frá upp­hafi fisk­veiðiárs­ins 2019/​2020 hafa ís­lensk fiski­skip landað tæp­lega 193 tonn­um af snarp­hala, að því er seg­ir í talna­gögn­um Fiski­stofu. Þar af hef­ur Guðmund­ur í Nesi RE-13, sem Útgerðarfé­lag Reykja­vík­ur ehf. ger­ir út, landað tæp­lega 97 tonn­um eða helm­ingi þess afla sem skip­in hafa veitt. Var mesti afl­inn fisk­veiðiárið 2021/​2022 þegar Guðmund­ur í Nesi landaði 33,2 tonn­um en það sem af er fisk­veiðiári hef­ur skipið landað 23,1 tonni.

Sér­staka at­hygli vek­ur að Sam­herji virðist ætla að verða afla­hæst í teg­und­inni á fisk­veiðiár­inu og hef­ur Snæ­fell EA-310 þegar landað 30,5 tonn­um af snarp­hala. Fisk­veiðiárið 2021/​2022 landaði Snæ­fell aðeins tæp­um þrem­ur tonn­um og árin þar á und­an lönduðu skip Sam­herja nán­ast eng­um snarp­hala.

Nán­ar má lesa um málið í síðasta blaði 200 mílna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: