Love Island-stjarnan Kady McDermott verður með dramatíska endurkomu í raunveruleikaþáttunum Love Island í vikunni, en hún kom seinast fram í þáttunum fyrir sjö árum síðan.
McDermott hafnaði í þriðja sæti í þáttunum árið 2016 með fyrrverandi kærasta sínum Scott Thomas, en þau hættu saman í desember 2017.
Síðan þá hefur McDermott átt í þónokkrum mislukkuðum ástarsamböndum, meðal annars með knattspyrnumanninn Matty Cash og fyrrverandi Towie-stjörnuna Myles Barnett. Nú vonast McDermott til að finna hinn eina sanna í Love Island-villunni.