Snýr aftur á Ástareyjuna sjö árum síðar

Love Island-stjarnan Kady McDermott mun snúa aftur í raunveruleikaþættina Love …
Love Island-stjarnan Kady McDermott mun snúa aftur í raunveruleikaþættina Love Island í vikunni. Samsett mynd

Love Is­land-stjarn­an Kady McDermott verður með drama­tíska end­ur­komu í raun­veru­leikaþátt­un­um Love Is­land í vik­unni, en hún kom sein­ast fram í þátt­un­um fyr­ir sjö árum síðan.

McDermott hafnaði í þriðja sæti í þátt­un­um árið 2016 með fyrr­ver­andi kær­asta sín­um Scott Thom­as, en þau hættu sam­an í des­em­ber 2017.

Síðan þá hef­ur McDermott átt í þónokkr­um mis­lukkuðum ástar­sam­bönd­um, meðal ann­ars með knatt­spyrnu­mann­inn Matty Cash og fyrr­ver­andi Towie-stjörn­una My­les Barnett. Nú von­ast McDermott til að finna hinn eina sanna í Love Is­land-vill­unni.

mbl.is