Með sjóinn í blóðinu

Aflaklóin Baldur Reynir Hauksson með vænan þorsk. Hann segist fá …
Aflaklóin Baldur Reynir Hauksson með vænan þorsk. Hann segist fá útrás á sjó. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

„Á sjón­um fékk ég út­rás fyr­ir mína miklu orku, sem þar beind­ist í rétt­an far­veg en ég var af­skap­lega virk­ur sem barn og ung­ling­ur, frem­ur ódæll. Ég var hepp­inn að kom­ast svo ung­ur á sjó, það er ekki eins auðvelt nú á dög­um. Ég man hvað mamma varð ánægð með að þar komst ég á rétta braut sem ég hef fylgt síðan,“ sagði Bald­ur Reyn­ir Hauks­son á Þórs­höfn, kím­inn á svip.

Rætt var við Bald­ur Reyni í til­efni af sjó­man­an­d­eg­in­um 3. júní og birt viðtal í sjó­mannadags­blaði 200 mílna, en hann er skip­stjóri á Litla­nesi ÞH-3 sem Ísfé­lag Vest­manna­eyja ger­ir út frá Þórs­höfn.

Bald­ur er rúm­lega fimm­tug­ur, fædd­ur og upp­al­inn í Grinda­vík og seg­ir að hug­ur sinn hafi alltaf stefnt á sjó­inn. „Sjó­mennska mín hófst snögg­lega og fyr­ir­vara­laust um sex­tán ára ald­ur­inn. Bróðir minn var á bátn­um Hóps­nesi hjá Jens Óskars­syni en ég var að salta niður fisk hjá Þor­birni í Grinda­vík þegar „kall­inn“ kom og náði í mig, eft­ir það varð ekki aft­ur snúið,“ sagði Bald­ur en kall­inn var skip­stjór­inn á Hóps­nesi sem hef­ur lík­lega talið gott sjó­manns­efni í Baldri, eins og bróður hans.

Áhöfnin á Litlanesi, f.v. Atli Reynir, elsti sonur Baldurs, Baldur …
Áhöfn­in á Litla­nesi, f.v. Atli Reyn­ir, elsti son­ur Bald­urs, Bald­ur og Ma­rek Tarasiewicz. mbl.is/​Lín­ey Sig­urðardótt­ir

Á sjó­manns­ferli Bald­urs hef­ur eitt og annað komið upp á. Hann rifjar upp at­vik frá því hann var átján ára á litl­um 10 tonna bát aust­an við Grinda­vík. „Við vor­um að draga net­in og feng­um í skrúf­una, það var ágæt­is veður en feikna­mikið brim. Búið var að senda björg­un­ar­sveit­ir bæði land- og sjó­leiðina en þetta slapp til því Vík­ur­bergið sem var að koma að aust­an náði okk­ur í tog rétt áður en bát­ur­inn barst upp í brot­in og dró okk­ur til Grinda­vík­ur.“

Kallaðu RÆS!

Það er ekki sjálf­gefið að sjó­menn geti alltaf fylgt takti fjöl­skyld­unn­ar í landi. Á sjón­um eru þeir hins veg­ar alltaf viðbún­ir að bregðast fljótt við þó þreytt­ir séu. Bald­ur nefn­ir skondið at­vik frá fæðing­ar­deild­inni en það lýs­ir vel hve sjó­mennsk­an er hon­um í blóð bor­in.

„Ég var ný­kom­inn af sjó, mjög þreytt­ur eft­ir mikla törn og kon­an kom­in á fæðing­ar­deild­ina, önn­ur dótt­ir­in var á leið í heim­inn. Frú­in fór inn með ljós­móður­inni og það leið smá­tími þar til nokkuð gerðist og ég sofnaði í biðher­berg­inu á meðan. En svo fór allt á fullt, fæðing­in að fara í gang og hjúkr­un­ar­fólkið kom að vekja mig en tókst það ekki. Ljós­an sagði kon­unni að það væri bara ekki mögu­legt að vekja mann­inn en frú­in var á öðru máli, „jú jú, prófaðu bara að gala á hann RÆS!“ Hún hafði rétt fyr­ir sér því faðir­inn spratt upp eins og fjöður við þetta kunn­ug­lega kall, fór inn og tók á móti barn­inu.

Viðtalið við BAld­ur Reyni má lesa í síðasta blaði 200 mílna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: