Strandveiðþorskur fyrir meira en milljarð króna

Strandveiðibátarnir hafa landað þorski í júní fyrir rúman milljarð króna.
Strandveiðibátarnir hafa landað þorski í júní fyrir rúman milljarð króna. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Það sem af er júní hafa strandveiðibátar landað 2.922 tonnum, þar af 2.439 tonn af þorski fyrir 1.127 milljónir króna miðað við meðalverð á fiskmörkuðum 1. til 16. júní.

Alls hafa 705 bátar landað aflanum í 3.710 róðrum og er því meðalafli í róðri 787 kíló, en meðalafli í þorski í róðri er 657 kíló. Afli í róðri er því víða nokkuð yfir leyfilegt hámark sem er 650 kíló af þorskígildum í róðri.

Mestum afla hefur verið landað á svæði A þar sem 331 strandveiðibátur hefur borið 1.408,8 tonn að landi, næst á eftir fylgir svæði D þar sem 147 bátar hafa landað 762 tonnum, á eftir fylgir svæði B þar sem 131 bátur hafa landað 405 tonnum og að lokum er það svæði C þar sem 96 bátar hafa landað 346,8 tonnum.

Strandveiðisvæðin
Strandveiðisvæðin Mynd/Skjáskot

Mikið magn Ufsa á svæði D

Hæsti meðalafli í róðri er á Svæði D þar sem bátar lönduðu að meðaltali 916 kílóum í róðri. Næst mestum meðalafli lönduðu bátar á svæði A ar sem þeir voru með 809 kíló, síðan fylgir svæði C með 668 kíló og svo var meðalafli báta á svæði B 653 kíló í róðri.

ÞAð sem kemur svæði D í hæstu hæðir í meðalafla er mikill ufsi á miðunum og hafa bátarnir þar landað að meðaltali 345 kílóum af ufsa í róðri á móti tæplega 80 kílóum á svæði A, 42 kílóum á svæði C og 21 kílói á svæði B.

mbl.is